top of page

Ritun

 

Æfið ritun með því að skrifa stutta texta (100-200 orð) um lífið og tilveruna, daginn og veginn, fjölskyldu og vini, smásögur, ævintýri, bréf, lýsingar og dagbókafærslur, svo eitthvað sé nefnt.

 

Þetta þarf að hafa í huga í ritun í ensku:

 

  • Afmarka texta í setningar með greinamerkjum til að gera hann skýrari og skiljanlegri, alveg eins og í íslensku.

  • Hafa samhengi í textanum, ekki vaða úr einu í annað.

  • Byggja setningar upp samkvæmt enskri málfræði, munið að orðaröð er ekki endilega sú sama og í íslensku.

 

Enska er bara tungumál alveg eins og íslenska, það er hægt að finna orð yfir allt sem hugurinn girnist, flýtið ykkur hægt og leggið höfuðið í bleyti. Temjið ykkur strax góð vinnubrögð og nýtið ykkur allt sem þið hafið lært í ritun á skólagöngu ykkar, öll tungumál hafa svipaðar ritunarreglur og 

 

Dæmi um ritunarefni:

 

  • The first day at a new school.

  • You're baby-sitting and find something weird in the refrigerator.

  • I'm pretty sure the spider under my bed wants to be my friend.

  • The new kid in class wants to play football but doesn't know how, what do you do?

  • My mom won a holiday for three (two adults and a child) to Florida, I have a dad and two brothers.

  • I was sitting on the bench in the park when I saw...

  • And you didn't think ghosts existed...

 

og svona má áfram telja, hvað sem hugurinn girnist.

 

 

bottom of page