top of page
Nú er komið að þér að sýna hvað í þér býr og nýta sköpunargáfu þína.
 
Verkefni:
 
Þú þarft að búa til leikna mynd, það má vera heimildamynd, kvikmynd, sketsaþáttur, fréttaþáttur, hvað sem hugurinn girnist um það sem þú hefur verið að vinna með í fyrri verkefnum. Þú mátt algjörlega velja hvernig þátturinn er svo framarlega sem hann snýr að því sem þú hefur verið að vinna með, má vera skáldskapur, má vera sannur.
 
Það sem þú þarft að gera:
 
*Ákveða hvernig þátt þú ætlar að búa til.
 
* Búa handrit að þættinum (þ.e. hvað gerist í þessum þætti, þetta má gera á íslensku, en allt sem er talað og/eða skrifað í þættinum þarf að vera á ensku)
 
*Finna leikara í þáttinn þinn (vinir, fjölskylda, ættingjar, kennarar...).
 
*Taka þáttinn upp.
 
*Klippa þáttinn saman þannig að þú sért ánægð/-ur með hann. Mundu að allir þættir verða betri með leikhljóðum og tónlist.
 
*Hlaða þættinum upp á YouTube - stilltu á public eða unlisted (þá sér enginn nema sá sem er með linkinn)
 
Vertu viss um að þú sért búinn að öllu þessu og:
 
*Sendu YouTube linkinn inn á Showbie
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

4. Act it out!

bottom of page