top of page

Stigbreyting

 

 

Einfalda reglan um stigbreytingu lýsingarorða er að lýsingarorð bæta við sig endingum, ekki ósvipað og íslensk lýsingarorð:

 

COLD

COLDER

THE COLDEST

 

Sem þýðir auðvitað:

KALDUR

KALDARI

KALDASTUR

 

Takið eftir því að „the“ bætist framan við orðið í efsta stigi! 

 

Tökum annað dæmi:

STRONG

STRONGER

THE STRONGEST

 

Sem þýðir:

STERKUR

STERKARI

STERKASTUR

 

Og þar með er reglan komin. 

 

Miðstig bætir við sig –er, efsta stig bætir við sig –est og ákveðnum greini. 

Ekkert mál.

 

Undantekning 1:

Ef lýsingarorðið endar á –e, þá bætist bara við –r og –st, það þarf ekki tvö e í röð:

LARGE

LARGER

THE LARGEST

 

Sem sagt ekki:

LARGE

LARGE-ER

THE LARGE-EST

 

Undantekning 2:

Ef lýsingarorðið endar á EINUM SÉRHLJÓÐA OG EINUM SAMHLJÓÐA, eins og til dæmis:

B – I – G 

...þá tvöfaldast samhljóðinn, svona:

BIG

BIG-GER

THE BIG-GEST

 

Eða svona:

HOT

HOT-TER

THE HOT-TEST

 

Undantekning 3:

Ef lýsingarorðið endar á –y, eins og til dæmis:

FUNN-Y

...þá breytist 

            Y     í    I 

þegar þú stigbreytir lýsingarorðinu, svona:

FUNN-Y

FUNN-IER

THE FUNN-IEST

 

Nú eða svona:

HAPP-Y

HAPP-IER

THE HAPP-IEST

 

Undantekning 4:

Löng lýsingarorð (sem eru fleiri en tvö atkvæði) bæta ekki við sig endingum, heldur eru orðin MORE og THE MOST sett fyrir framan, eins og í þessu dæmi:

INTERESTING

MORE INTERESTING

THE MOST INTERESTING

 

Það á sem sagt ekki að segja:

INTERESTING

INTERESTINGER

THE INTERESTINGEST

 

Tökum annað dæmi:

DIFFICULT        

MORE DIFFICULT

THE MOST DIFFICULT

 

Undantekning 5:

Nokkur lýsingarorð – þau allra algengustu segja sumir – eru svo gömul í málinu að þau eru eldri en málfræðireglurnar. Þar af leiðandi gilda reglurnar ekki og orðin beygjast ÓREGLULEGA.

Óreglulegu lýsingarorðin sem þú þarft að kunna eru:

BAD - WORSE - THE WORST

FAR - FURTHER - THE FURTHEST

GOOD - BETTER - THE BEST

MANY - MORE - THE MOST

LITTLE - LESS - THE LEAST

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þáliðin tíð
Skilyrðissetningar
Óbein ræða
Þolmynd
bottom of page