top of page

Tilvísunarfornöfn

 

 

Á íslensku eru til tvö tilvísunarfornöfn, sem og er, sem hægt er að nota jöfnum höndum þótt sem sé mun algengara en er sé frekar notað í formlegu máli. Dæmi:

 

Maður sá, er hér segir frá, kallast Skúli.

Sagan er um gaur sem heitir Skúli.

 

Á ensku eru líka tvö tilvísunarfornöfn og er which notað um hluti og dýr en who er notað um fólk. Reyndar er who notað um persónur, þannig að strangt til tekið myndi maður nota who þegar maður talar um Mikka Mús:

 

Mickey is a guy who lives in Dublin.

Mickey Mouse is a mouse who lives in Disneyland.

There’s a mouse which lives in a hole in my wall.

 

 

bottom of page