top of page

SOME or ANY?

 

 

Þið munið vonandi eftir því að orðalag í ensku breytist  ef maður er að tala um eitthvað sem er EKKI, eða spyrja um eitthvað. Rifjum upp:

 

I play tennis on Fridays.

I don’t play tennis on Thursdays.

Do you play tennis at all?

 

Þegar maður er að tala um hluti í fleirtölu þá gildir líka mismunandi um hvort maður er að tala um hluti sem ERU, eða hvort maður er að spyrja eða tala um hluti sem eru EKKI. Dæmi:

 

I have some lemons.

He doesn’t have any lemons.

Do you have any lemons?

 

Semsagt: 

 

some er notað um hluti sem ERU

 

en 

 

any er notað um hluti sem eru EKKI, eða þegar verið er að spyrja.

 

Það má semsagt ekki segja:

 

I have any money.

He doesn’t have some money.

Do you have some money?

 

Þetta síðasta er reyndar stundum notað en það þykir bæði réttara og fallegra að nota any í spurningum.

 

bottom of page