top of page

Hlustun

 

 

Það eru allskyns leiðir til að þjálfa hlustun og skilning. Ef upp koma orð sem þú skilur ekki skaltu reyna að giska á þýðingu þeirra byggða á samhengi í textanum. Leitaðu svo að þýðingunni og athugaðu hve nálægt því þú varst. 

 

Mikilvægt atriðið í hlustunarskilningi er að hugsa alltaf um það hvað þú varst að hlusta á og reyna að endursegja það á íslensku, jafnvel þínum eigin orðum á ensku. 

 

Svona getið þið m.a. þjálfað ykkur:

 

1. Hlustið á fréttir á ensku (t.d. bbc, sky-news, al jazeera), skrifið svo niður á íslensku hvað var í fréttunum.

 

2. Horfið á uppáhalds sjónvarpsþáttinn ykkar, horfið á hann án texta og án annarra truflana (ss. síma, iPads eða tölvu). Einbeittu þér alfarið að því hvað gengur á í þættinum og þá sérstaklega talinu. Í hverjum þætti eru fullt af enskum orðum sem þið eruð ekki viss um hvað þýða en þið eruð vön að leiða hjá ykkur af því þið hafið textann. Reynið að átta ykkur út frá samhenginu hvað orðin þýða, skrifið jafnvel orðin niður, horfið aftur á þáttinn með texta og sjáið hvað öll orðin þýða eða leitið að þeim í orðabókum og/eða -söfnum.

 

3. Finnið kennslumyndbönd um allt sem hugurinn girnist á YouTube, lærið eitthvað nýtt með því að hlusta/horfa á kennslumyndband á ensku. '

 

Hlusta - hlusta - hlusta - endursegja - endursegja - endursegja.

 

 

 

 

-

bottom of page