top of page

Ákveðinn greinir

Definite article

 

 

 

Ákveðni greinirinn í ensku er: the

 

Framburður

Á undan samhljóða er framburðurinn á ákveðna greininum (the) “ðe” en á undan sérhljóða er sagt “ðí”

 

Hann er eins í eintölu og fleirtölu.


The er notað ef átt er við einhvern sérstakan hlut, einn eða fleiri.

Shut the door! – What´s the time? – I´m in the kitchen…


The er notað á undan raðtölum eins og first, second, third…

I live on the tenth floor…


The er notað fyrir framan efsta stig lýsingarorða:
I´m the best of all – She´s the most important girl in the school…


The er notað með heitum á hljóðfærum:
Do you play the guitar? No, but I can play the piano…


The er notað fyrir framan nöfn á ám, eyjaklösum, höfum, fjallgörðum og með sumum landaheitum:
The Mediterranean, the Atlantic, The USA, the Nile…


 

Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með:


Hugmyndaheitum þegar verið er að tala almennt um hugmyndina:
Life is beautiful.
Art is forever.
Death is the final stage of life.
History repeats itself.
He didn´t like art, I have never been in love.


Ef notaður er greinir verður merkingin önnur því þá er verið að tala um eitthvað ákveðið:
The life of my dogs. 
The death of my wife.
The art of love.
The history of Iceland.

 

Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með orðum sem tákna tegund eða efni:
 Iron is cheaper than gold.

 Ice is made of frozen water.
 Bread goes best with butter.


Hins vegar: The bread I bought for you. Pass me the butter (réttu mér smjörið), þá er verið að tala um eitthvað ákveðið.

 

Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með árstíðum: 

Winter is cold, 
summer is warm, 

spring is cool, 
in autumn the leaves start falling.

 

En hins vegar: in the summer of 1969, in the winter of our discontent.


Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með nöfnum yfir máltíðir:
Dinner is served, 
Is breakfast included in the price?

When are we having lunch?

 

Hins vegar: The lunch we had together yesterday = Hádegisverðurinn sem við snæddum saman í gær.

 

Ákveðinn greinir er EKKI notaður með daga- eða mánaðaheitum, litaheitum, íþróttagreinum, götuheitum, stórhátíðum:

Will you be coming on Thursday?
I´ll be back in January

I like blue better than green.
Do you like football? No, I only like baseball.
The best shopping is done in Oxford Street.
Will you be home for Christmas?


THE kemur EKKI á undan ÓTELJANLEGUM (ALMENNUM) NAFNORÐUM með almenna skírskotun:


I think history is fun.

I don´t find geography interesting.
Bill doesn´t like meat.
I love music. Life is short.

War is evil.


(EN takið eftir; the life of the fly is short. Hér er greinir því átt er við þetta eina ákveðna líf flugunnar og svo The First World War ended in 1918)
School, church, prison eru án greinis nema átt sé við sjálfa bygginguna sem hýsir starfsemina.

 

 

Æfing 1

Æfing 2 (virkar einungis í tölvu)

Æfing 3 (virkar einungis í tölvu)

Æfing 4 (ef þú nærð yfir 80% máttu halda áfram)

 

 

bottom of page