top of page

Stigbreyting lýsingarorða

-adjectives degrees

 

Stundum er erfitt að vita hvort stigbreyta á lýsingarorð með -er og -est  eða  more  og  most.

 

Aðalreglan er þó sú, að stigbreyta almennt mjög stutt (einatkvæðis) lýsingarorð með -er og -est og sömuleiðis tveggja atkvæða lýsingarorð sem enda -y. 

 

Öll önnur lýsingarorð má yfirleitt sigbreyta með more og most.

 

Nánari reglur eru þessar:

 

Nær öll einatkvæðis lýsingarorð stigbreytast með -(e)r og -(e)st:

nice - nicer - nicest,

big - bigger - biggest.

 

Tveggja atkvæða lýsingarorð, sem enda á -y, stigbreytast með -(e)r og -(e)st:

happy - happier - happiest,

lovely - lovelier - loveliest.

 

Flest önnur lýsingarorð, sem hafa tvö atkvæði eða fleiri stigbreytast með more og most:

honest - more honest - most honest,

wonderful - more wonderful - most wonderful.

 

Nokkur tveggja atkvæða lýsingarorð má bæði stigbreyta með -er og -est og more og most. 

Þessi orð eru t.d. 

common, polite, handsome, quiet, pleasant, cruel, stupid, wicked, tired 

og þau sem enda á -le, -er eða -ow:

 

common - commoner/more common - commonest/most common

 

noble - nobler/more noble - noblest/most noble

 

clever - cleverer/more clever - cleverest/most clever

 

narrow - narrower/more narrow - narrowest/most narrow

 

Frumstig (positive degree):

 

Athugið vel undirstrikuðu orðin: 

This box is as large as that one.

Is this box as large as that one?

This box is not / isn't as large as that one.

This box is not so large as that one. 

Athugið að so ... as má aðeins nota með óstyttri neitun (is not), en as ... as má nota í öllum tilvikum.

 

Miðstig (comparative degree):

 

Than kemur oftast á eftir lýsingarorði í miðstigi:

Our new house is nicer than the one we had last year.

 

Ákveðinn greinir með lýsingarorði í miðstigi merkir á þennan hátt: því ... þeim mun:

The sooner the better. The more he gets the more he wants. 

 

 

Efsta stig (superlative degree):

Ákveðinn greinir einkennir efsta stig lýsingarorða.

This is the nicest flat that we have ever had. 

 

 

 

Þessi orð hafa óreglulega stigbreytingu:
Bad - worse – worst = vondur, verri, verstur.
Far – farther (further) – farthest (furthest) = fjarlægur, fjarlægari, fjarlægastur 
Good – better – best = góður, betri, bestur.   
Ill – worse – worst = vondur, verri, verstur.
Late – later (latter) – latest (last) = seinn, seinni (sá síðarnefndi), seinastur (síðastur).
Little – less – least = lítill, minni, minnstur.
Many – more – most = margir, fleiri, flestir.
Much – more - most  = mikið, meira, mest.
Near – nearer, nearest (next) = nálægur, nálægari, nálægastur (næstur).
Old – older(elder)– oldest(eldest) = gamall, eldri, elstur.

 

 

Nánari skýringar á óreglulegri stigbreytingu:

 

1. 

less á við magn: I have less money than you.
smaller á við stærð: This child is smaller than that one.

 

2. 

most er oft haft með lýsingarorði í merkingunni ákaflega: 

Thank you very much. You have been most helpful.

 

3. 

the latter, hinn síðarnefndi - the former, hinn fyrrnefndi: 

Of these two men the former is dead, but the latter is alive.
latest, seinastur, nýjastur - last, allra síðastur: 

The latest book of this writer is very good and I hope it won't be his last.

 

4. 

nearest er haft um fjarlægð, en next um röð: 

The nearest mailbox is at the corner of the next street.

 

5. 

elder og eldest er haft um aldursmun skyldra og notað hliðstætt: 

My elder brother is five years older than I.

 

6.

Yfirleitt er lítill munur gerður á further og farther í ræðu og riti. Bæði orðin eru notuð um fjarlægð: 

He sat down at the farther end of the table.

We were at a dead end. We couldn't go any further. 

En furtherer líka notað í óeiginlegri merkingu: 

Have you anything further to say?

 

 

 

Æfing 1

Æfing 2

Æfing 3

Æfing 4

Æfing 5

Æfing 6

Æfing 7

Æfing 8

Æfing 9

Æfing 10

Æfing 11 (ef þú nærð yfir 80% máttu halda áfram)

 

 

 


 

 

bottom of page