top of page

Ófullkomnar sagnir

-passive voice

 

Hvaða sagnir eru ófullkomnar? 

Þær eru: can, may, must, shall, will, ought to og stundum dare, need og used to.

 

Hvað vantar þær? 

Þær vantar nafnhátt, lýsingarhátt nútíðar og þátíðar, og þær taka ekki með sér do í spurningu og með neitun (not). 

Þær hafa ekkert 3. pers.-s í nútíð og eru því eins í öllum myndum.

 

Hvað sagnmynd fylgir þeim? 

Á eftir ófullkomnum sögnum, nema ought to og used to, kemur nafnháttur án nafnháttarmerkis: 

He can come to tomorrow etc. He ought to come tomorrow.

 

Can

I can, ég get - I could, ég gat,

en to be able to, að geta, að vera fær um, er notað í stað þeirra sagnmynda sem vantar.

 

Þegar skýrt er frá því í þátíð að einhver hafi getað gert eða afrekað einhvern sérstakan hlut, þá verður að nota orðatiltæki eins og was able to (do), managed to (do) eða succeeded in (doing) í staðinn fyrir could: 

How many eggs were you able to get?

I managed to get 10% off the price.

After six hours' climbing, we succeded in reaching the top of the mountain.

 

Athugið, að cannot, að geta ekki, er alltaf skrifað í einu orði. Í talmáli er það oft stytt í can't.

 

Can er notað um:

  • getu, hæfileika: 

    • He can read Russian.

    • Can he write with his left hand?

    • He cannot walk.

  • möguleika:

    • Gales can be strong enough on the Riviera.

    • Several days can pass before he comes.

  • leyfi: 

    • You can go now.

    • Can I go for a swim this afternoon? Yes, of course you can. - Þessa notkun á can er oft að finna í talmáli.

 

May

I may, ég má - I might, ég mátti, en to be allowed to, að mega, að vera leyft, er notað í stað þeirra sagnmynda sem vantar: 

I shall be allowed to go.

 

May er notað um:

  • möguleika: 

    • It may happen, það getur verið að það gerist - það kann að gerast.

    • Neitun: It may not happen.

 

  • Might felur í sér minni möguleika en may:

    • It might (kynni) rain before evening

    • It may (kann) rain before evening.

 

  • leyfi, heimild: 

    • I may come, ég má koma.

    • Neitun: I may not come.

 

  • Might felur í sér meiri kurteisi en may:

  • May (má) I make a suggestion?

  • Might (mætti) I make a suggestion?

 

 

Might er annars lítið notað nema í óbeinni ræðu:

What are you doing here?

- The manager said that I might look round.

 

 

Must

I must, ég verð, er í framsöguhætti aðeins til í nútíð.

Í staðinn fyrir hinar sagnmyndirnar er notað have to, að þurfa, verða: I had to go. I shall have to go.

 

Í þátíð er must notað í óbeinni ræðu, þar sem í íslensku væri notaður viðtengingarháttur, og þýðir þá yrði eða hlyti: 

The girl said that he must wait. -

Hins vegar: 

She did not come, so he had to wait. 

- Í fyrri setningunni er notað must, af því að þar er óbein ræða.

 

Must er notað um:

  • skyldu og nauðsyn (verða): 

    • I must write some letters now.

    • You must do as you are told. 

    •  

  • Í talmáli er have (got) to oft notað í staðinn fyrir must, en er veikara: 

    • I have to write some letters now.

  • möguleika, sennileika (hljóta): 

    • If it isn't a wild bird, it must be a domestic bird.

    • If Mrs. West is still in bed, she must be ill.

 

 

Ought to

I ought to, ég ætti, mér ber, er notað um siðferðilega skyldu: 

You ought to go to church every Sunday.

We thought he ought to help her. -

 

Í staðinn fyrir ought to má nota should en ought to er áherslumeira: 

You shouldn't have done that = You oughtn't to have done that.

 

Í þátíð er ought to aðeins notað í óbeinni ræðu: 

You said that I ought to come.

 

Shall og will

Shall og will - þátíð þeirra er should og would.

 

Til eru margar og flóknar reglur um notkun þessara sagna, en það eru skiptar skoðanir um þær. Svo virðist sem notkun shall (should) sé svo mjög á undanhaldi. Helstu reglur eru þessar:

 

Shall og will eru notuð:

  • til að mynda ókomnar tíðir (framtíð): 

    • Shall er þá notað í 1. persónu og will í 2. og 3. persónu, en þó er shall notað í 2. persónu í spurningum: 

      • I shall come.

      • You will come.

      • He will come.

      • Shall you come?

 

  • til að tákna ætlun eða vilja. 

    • Will er þá notað með 1. persónu og shall með 2. og 3. persónu: 

      • I will (skal) go.

      • You shall go.

      • He shall go.

 

  • Shall er notað í uppástungum (1. og 3. pers.): 

    • Shall we go to the cinema this evening?

    • Shall the waiter bring you some more wine?

    • Shall I help you?

 

  • Will er notað við kurteisa beiðni eða boð (2. pers.): 

    • Will you open the window, please?

    • Will you go to London with us? 

 

  • Athugið að annars er sögnin að vilja, að langa til, þýdd með to want:

    • He wants us to come.

    • I'm afraid that he doesn't want us to go.

    •  

  • Should og would er notað við myndun skildagatíða á sama hátt og shall og will við myndun framtíðar: 

    • I should come if I could.

    • He said he would come.

    • I hoped that you would come.

 

Algengt er að stytta shall og will í 'll á eftir persónufornöfnum og sömuleiðis should og would í 'd:

I'll, you'll, he'll, we'd, you'd, they'd etc. 

 

Shall not og will not er yfirleitt stytt í talmáli og verður þá shan't [a:nt] og won't[wount].

 

 

Dare og need

Dare, þora, mana og need, þurfa, eru oftast notaðar sem reglulegar sagnir og þess vegna er skynsamlegast að nota þær alltaf þannig: 

I shall be surprised if he dares to tell them what he knows.

I dare you to ride your bike through the gate with no hands.

He does not need to go just yet.

 

Þessar sagnir geta líka verið ófullkomnar að því leyti, að þær hafa ekki 3. pers.-s í nútíð, hjálparsögnin do er ekki notuð með þeim og nafnháttarmerki fylgir ekki sögnunum sem á eftir koma: 

Dare he tell them what he knows?

He needn't stay if he doesn't want to.

 

Used to

Used to (do), var vanur að (gera), gerði einu sinni, er einungis notuð í þátíð.

 

Algengast er að nota hana sem reglulega sögn og þess vegna er ráðlagt að nota hana alltaf þannig: 

He didn't use to smoke.

Did you use to know him?

He used to live there, didn't he?

 

Athugið hins vegar orðatiltækið to be / get used to (doing), að vera vanur að (gera), venjast, þar sem used er lýsingarorð og to forsetning: 

will soon get used to it.

He is used to being spoken to like that. 

Berið saman: 

He used to work hard.

He is used to working hard.

The camera used a new type of film.

 

 

Had better - would rather

Orðatiltækin I had better, það er best (skynsamlegast) að ég ... og I would rather, ég vildi (kysi) frekar, eru bæði ófullkomin að því leyti, að þau eru eins í öllum persónum og mynda spurningu og neitun án do:

We'd better start early.

He had better not go now.

Hadn't you better take an umbrella?

We'd rather go home.

Which would you rather have - a yacht or an aeroplane?

"Have a drink?" "No thanks, I would rather not."

 

To be to (do)

Athugið að lokum orðatiltækið to be to (do), eiga að (gera), sem er notað um framtíðina (ráðstöfun, fyrirkomulag eða eitthvað, sem á eftir einhverjum að liggja): 

I am to see him tomorrow.

Who is to fetch the newspaper now?

 

Æfing 1:

Þýðið á ensku:

Geturðu komið með mér? Já, það get ég. Má ég fara með þér? Já, það máttu. Þú mátt ekki gera þetta aftur. Lítil börn mega ekki leika sér á götunni. Geturðu ekki komið í dag? Ég hugsa, að ég geti komið, en ég má ekki vera lengi, því að ég hef svo mikið að gera. Ég verð að reyna að læra ensku. Ég hef ekki enn getað séð nýja húsið þeirra. Hún kann að hafa haldið, að það skipti ekki máli. Það getur verið, að bílstjórarnir sjái ekki börnin, sem eru að leika sér á götunni. Mætti ég biðja þig að loka glugganum? Börnunum verður leyft að fara heim undir eins og hann hringir. Verðum við að fara yfir þessa götu? Nei, þið þurfið þess ekki. Drengurinn varð svo veikur, að ég varð að sækja lækni. Hún hlýtur að hafa þekkt þig. Þau sögðu, að ég yrði að fara strax. Barnið kann ekki aðeins að lesa heldur að skrifa líka. Hann þarf að fara, en hann má það ekki. 

 

Ég mun verða heima í allan dag og mundi verða mjög glaður ef þú gætir komið. Konan mín mun einnig verða heima. Ég mundi fara til Englands, ef ég gæti talað ensku. Mér finnst að þú ættir að hjálpa henni. Hann sagði, að þeim bæri að koma. Þú hefðir ekki átt að gera þetta. Muntu koma í veisluna á morgun? Ættum við að fara og sjá þessa kvikmynd? Já, við skulum gera það. Á ég að hjálpa þér? Viltu gera svo vel að segja mér hvar hún býr? Hr. Smith er hér. Hvað vill hann? Hann segist vilja finna föður þinn.

 

Hann er vanur að vakna snemma á morgnana. Það var einu sinni bíó í þorpinu. Hvert þurftir þú að fara? Hver á að þvo bílinn núna? Þorir hann að stökkva niður af veggnum? Þau voru vön að fara snemma að sofa, var það ekki? Það væri réttast fyrir þig að fara til læknis strax. Þú þarft ekki að hitta mig. Börnin eru vön því að fara snemma að sofa. - Ég hélt að drengurinn mundi geta gert þetta. Ég hélt að drengurinn kynni að geta gert þetta. Ég hélt að drengurinn hlyti að geta gert þetta.

 

Æfing 2

Æfing 3

Æfing 4

Æfing 5 (ef þú nærð yfir 80% árangri máttu halda áfram)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page