top of page

Angus, thongs and full frontal snogging

 

Lokaverkefni

 

 

 

 

Veldu tvö verkefni (a.m.k. annað þeirra þarf að vera einstaklingsverkefni):

 

 

Einstaklingsverkefni:

 

Persónustafrófið

Veldu þína uppáhalds persónu í bókinni og búðu til setningar við alla bókstafi enska stafrófsins sem sýnir fram á þekkingu þína á persónunni og lífi hennar. 

 

Hér er dæmi um Zeke úr bókinni Spite Fences:

A is for the ABUSE Zeke took at the hands of a racist mob.

 

B is for his BENDING OVER BACKWARDS to make sure the visiting civil rights activist could work in obscurity.

 

C is for the CAMERA he gave Maggie so she could begin to look at the world in new ways

 

Myndaalbúmið

Hugsaðu vel um hvað gerist í sögunni og veldu 10 atvik sem þú heldur að uppáhalds persónan þín myndi vilja muna eftir. Teiknaðu myndir af þessum atvikum og skrifaðu um það hvað er að gerast á myndinni. 

 

Dæmi um texta við mynd:

Max would want a picture of himself opening the Christmas present Kevin made for him. The gift was a drawing of the family, including Max's dog, Spot, who just passed away.

 

Símsvarinn

Veldu fimm persónur í sögunni og lestu inn skilaboð á símsvara frá þeim. Hugaðu sérstaklega að og leggðu mikla áherslu á orðaval, talsmáta og tón raddarinnar, þannig að hann hæfi hverri persónu fyrir sig eins og hún kemur fyrir í sögunni. Skilaboðin verða að passa inn í söguna.

 

Kvörtunin

Settu þig í spor persónu sem þér finnst fá óréttláta meðferð rithöfundar í sögunni, t.d. einhver sem er fordómafullur, nískur eða látinn líta út fyrir að vera leiðinlegur. Skrifaðu kvörtunarbréf til rithöfundarins þar sem þú útskýrir hvað þér finnst óréttlátt við persónusköpun þína, af hverju það er ósanngjarnt og hvað þér finnst að rithöfundur gæti gert til að breyta þessari ímynd þinni.

 

Meðmæli námsráðgjafans

Veldu persónu sem sækir og skólavist og skrifaðu meðmælabréf frá námsráðgjafanum. Í meðmælabréfinu þurfa að koma fræm þættir er eins og námsleg staða, persónuleiki, kostir og hæfileikar, andlegur og félagslegur þroski, sjálfstæði, gildi og siðferði, áhugamál. Af hverju finnst þér nemandinn hæfur til að hefja nám í framhalds- eða háskóla. 

 

Einræðan

Veldu uppáhalds persónu þína úr bókinni. Segðu frá árinu þínu í samhengi við bókina, hvað var gott við árið þitt, hvað hefði betur mátt fara, gerðist eitthvað marktækt, eða skemmtilegt? Varstu ósátt/-ur við eitthvað eða var eitthvað sem var sérstaklega ánægjulegt? Athugaðu vel að frásögn þín sé í takt við söguna.

 

Myndbandsdagbókin

Veldu persónu í bókinni, aðra en Georgiu og haltu myndbandsdagbók, t.d. einn dag í mánuði og segðu hvað á daga þína hefur drifið. Athugaðu vel að færslurnar séu í takt við atburði sögunnar.

 

 

 

 

Hópverkefni:

Með öllum hópverkefnunum þarf að fylgja handrit og verklýsing þeirra sem eru í hópnum. Allir í hópnum þurfa að hafa hlutverk í myndböndunum.

 

Raunveruleikaþátturinn

Veldu persónu í sögunni til að taka þátt í raunveruleikaþætti þar sem fylgst er með nokkrum dögum í lífi hennar. Líf persónunnar þarf að vera í takt við hvernig því er lýst í sögunni.  (Æskileg hópastærð: 4-6)

 

Spurningaþátturinn

Í þessu verkefni er hægt að búa til skemmti- og spurninga þátt með allskyns þrautum og spurningum sem allar verða að hafa það sameiginlegt að tengjast sögunni á einhvern hátt. (Æskileg hópastærð: 3-4)

 

Bíómyndin

Veljið nokkur aðalatriði úr bókinni, þvert yfir árið. Búið til ykkar eigin bíómynd.

(Æskileg hópastærð 4-6)

 

 

 

Í öllum verkefnum, einstaklings- og hópverkefnum verður eftirfarandi metið sérstaklega:

  • Orðaforði

  • Málnotkun

  • Tenging við söguna

 

Einnig verður metið:

  • Frumleiki

  • Metnaður 

  • Sjálfstæði 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page