top of page

Samsett þátíð

 

Í B3-3 lærðum við um einfalda þátíð. Hún er notuð þegar maður er að tala um einstaka liðna atburði eða ástand sem stóð í einhvern tíma en er nú lokið. Rifjum upp:

 

I played guitar with a few friends last Saturday.

I played guitar with the band Metallica for six years.

 

Nú lærum við um samsetta þátíð. Þar sem þið hafið lært um einfalda og samsetta nútíð ætti þetta að vera einfalt. Samsett þátíð er notuð:

 

Um eitthvað sem stóð yfir þegar eitthvað annað kom fyrir

 

EÐA

 

Um eitthvað sem var að gerast á tilteknum tíma.

 

Dæmi:

I was playing my banjo when a string broke so I had to stop.

At seven o’clock the family was getting ready to have dinner.

 

Það á semsagt ekki að segja:

I played banjo when a string broke.

 

Vegna þess að það er verið að tala um eitthvað sem var að gerast þegar eitthvað annað kom fyrir (eða í tengslum við einhverja tímasetningu).

 

Athugið:

Sagnorð sem enda á -e í nafnhætti eru án þess í samsettri þátíð:

 

I lived in London (einföld þátíð)

I was living in London (samsett þátíð)

 

Það á sem sagt ekki að segja:

I was liveing in London

 

Að sama skapi á að tvöfalda samhljóða ef sagnorðið endar á einum sérhljóða og einum samhljóða:

 

I was travelling around Europe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þáliðin tíð
Skilyrðissetningar
Óbein ræða
Þolmynd
bottom of page