top of page

Teljanleg/óteljanleg no.  

Countable/uncountable nouns

 

Í ensku eins og í íslensku eru til tvenns konar nafnorð:

 

nafnorð, sem má telja (countable) og eru því til í fleirtölu: 

one book - two, three, four books  

 

og nafnorð sem ekki má telja (uncountable) og eru því ekki til í fleirtölu:

sugar.

 

Einkenni teljanlegra nafnorða - grófur útdráttur:

Teljanleg nafnorð geta staðið í eintölu og fleirtölu. Ákveðinn og óákveðinn greinir getur staðið fyrir framan þau og hvaða töluorð sem er. Óákveðin fornöfn geta líka farið á undan þeim,

t.d. some, any, many, no, (a) few, a large number of, a lot of.

 

Einkenni óteljanlegra nafnorða - grófur útdráttur:

Þessi nafnorð geta ekki staðið í fleirtölu og af þeim sökum fylgja þeim alltaf sagnir í eintölu. Óákveðinn greinir og töluorð geta ekki staðið fyrir framan þau. Óákveðin fornöfn geta staðið fyrir framan þau,

t.d.some, any, much, no, (a) little, a large amount of, a lot of.

 

Sum nafnorð geta bæði verið teljanleg og óteljanleg. Yfirleitt eru þetta nafnorð sem tákna efni eða tegund. Athugið að þá er oft um einhvern merkingamun að ræða:

 

Teljanleg (með óákv.- eða ákv. gr.)

Óteljanleg (án greinis)

a glass - glasses, glös

glass, gler

 

an iron - irons, straujárn

iron, járn

 

a fish - fish(es), fiskar

fish, fiskbiti

 

a cake - cakes, (smá)kökur

cake, kökusneið

 

Þar sem óteljanleg nafnorð eru ekki alltaf þau sömu í ensku og íslensku, verður að leggja þau á minnið. Óteljanleg nafnorð merkja flest efni eða tegund (milk, silk, wood), eru safnheiti (luggage, furniture) eða hugmyndaheiti (advice, stupidity). Hér á eftir eru nokkur orð sem geta valdið erfiðleikum:

 

advice, ráð(leggingar)

news, fréttir

clothing, föt, flíkur

progress, framfarir

furniture, húsgögn

weather, veður

information, upplýsingar

luck, heppni

machinery, vélar

property, eign(ir)

money, peningar

jewellery, skartgripir

work, starf, vinna

 

The news is good today.

There isn't much furniture in their new house.

This money is mine.

It was such fine weather that we went for a walk.

 

Athugið vel að people (fólk), og police (lögregla), eru fleirtöluorð í ensku: 

People are funny.

The police are searching for a tall dark man with a beard.

The police have caught the burglar.

Most police wear uniforms.

 

Ef nauðsynlega þarf að tala um óteljanleg orð í einingum, þá er ýmsum teljanlegum orðum skotið á undan þeim: 

a piece of furniture

a loaf of bread 

a bit of advice

an act of generosity etc.

 

Æfing 1

Æfing 2

Æfing 3 (ef þú nærð yfir 80% máttu halda áfram)

 

 

bottom of page