top of page

Ábendingarfornöfn

 

 

Ábendingarfornöfnin á íslensku eru: sá, þessi og hinn. 

 

Dæmi:

 

Sá nemandi sem mér líkar best við er þessi hérna en hinn, sem situr þarna er óþolandi.

 

Á ensku eru tvö ábendingarfornöfn og reglan um það hvort þú notar snýst um það hvar hluturinn (eða maðurinn eða rostungurinn) sem þú ert að tala um er.

 

Ef hluturinn er nálægt manni á að nota THIS í eintölu og THESE í fleirtölu:

 

I’m wearing this dress and these shoes tonight.

 

Ef talað er um hluti í einhverri fjarlægð frá manni á að nota THAT í eintölu og THOSE í fleirtölu:

 

Are you really wearing that dress and those shoes tonight?

 

bottom of page