top of page

 

 

 

 

 

Tilvísunarsetningar veita aukaupplýsingar um það sem verið er að segja frá. Þær eru ýmist fastar eða lausar.

Fastar tilvísunarsetningar innihalda nauðsynlegar upplýsingar um þann sem verið er að tala um og þeim má ekki sleppa.

 

Dæmi:

This is the man who killed your dog.

The man who killed your dog lives next door to me.

 

Þarna myndi ekki ganga upp að sleppa tilvísunarsetningunni og segja bara:

This is the man. The man lives next door to me.

 

Þessar setningar innihalda þá ekki nægar upplýsingar – við vitum ekkert hvaða mann er verið að tala um.

 

Í föstum tilvísunarsetningum er hægt að nota that í staðinn fyrir who eða which (who er notað um persónur en which um hluti eða dýr):

 

This is the man that killed your dog.

This is the dog that was killed by the man who lives next door.

 

Lausar tilvísunarsetningar aftur á móti innihalda viðbótarupplýsingar sem eru ekki nauðsynlegar. Merking málsgreinarinnar breytist ekki þótt lausu tilvísunarsetningunni sé sleppt.

 

Dæmi:

I‘ve just seen my brother Fred, who killed your dog.

It‘s been a while since I‘ve seen Fred, who lives next door to me.

 

Í þessum setningum er aðalatriðið hvort og hvenær sögumaður hefur hitt Fred, en ekki það að hann skyldi drepa hund eða búa í næsta húsi. Það eru ónauðsynlegar aukaupplýsingar og þeim mætti sleppa:

 

I‘ve just seen my brother Fred. It‘s been a while since I‘ve seen Fred.

 

Skoðið líka hvernig eignarfornafnið whose er notað:

The man, whose dog was killed, lived next door to my brother Fred.

 

Tilvísunarsetningar

bottom of page