top of page

Teljanlegt

 

 

Skoðaðu þessi nafnorð og veltu fyrir þér hvernig þau væru í fleirtölu:

Bread – chocolate – coffee – food – milk – money – people – soap – suncream – traffic – water

Þú hefur sennilega fattað að þessi orð eru ekki til í fleirtölu og það er ekki hægt að tala um:

Two breads – three chocolates – four coffees – five foods – six milks - seven moneys – eight peoples – nine soaps – ten suncreams – eleven traffics – twelve waters.

Að vísu er til eight people (átta manns) en það er undantekningin sem sannar regluna. Kannski hefur þér fundist nine soaps allt í lagi en það er réttara að segja nine bars of soap.

Þessi orð eru semsagt óteljanleg. Þegar við tölum um þessa hluti notum við some og any eins og þið lærðuð um á síðu A3-7:

There is some water in the refrigerator.

Is there any water in the refrigerator?

There isn‘t any water in the refrigerator.

Þegar við viljum fá að vita um magn þess sem óteljanlegu nafnorðin vísa til getum við augljóslega ekki notað how many – nema í undantekningunni sem er people. Í staðinnn notum við how much.

How much water is there in the refrigerator? How much money do you have? How much coffee do you need?

En aftur á móti:

How many people showed up at the concert?

 

bottom of page