top of page

 

 

 

 

 

 

Það er ekki hægt að segja að “háttarmyndandi sagnir” sé einfalt eða auðskilið málfræðihugtak. Þú þarft líka ekki að muna það. Það nægir að muna hvernig þær virka og hvernig þær eru notaðar.

Í sem stystu máli eru þær notaðar um það þegar maður:

 

Þarf að gera eitthvað

Má ekki gera eitthvað

Ætti að gera eitthvað

Ætti ekki að gera eitthvað

Má gera eitthvað

Getur gert eitthvað

Getur ekki gert eitthvað

 

Háttarmyndandi sagnirnar eru:

MUST – CAN – SHOULD – MAY

Þær eru líka til í neikvæðri mynd:

MUSTN’T – CAN’T – SHOULDN’T – MAY NOT

 

Háttarmyndandi sagnir standa með nafnhætti þeirrar sagnar sem um ræðir.

Skoðum nokkur dæmi:

 

You mustn’t use your mobile phone in here.

Dad, can I go to Fred’s party on Saturday?

You shouldn’t smoke, it’s really bad for you.

I must call Tanya, what’s her number? – I can’t remember.

What should we wear to the party?

You may come in, the doctor can see you now.

 

Háttarmyndandi sagnir hafa þá sérstöðu að þeim fylgir ekki þriðju persónu –s:

He smokes too much.  (Einföld nútíð með þriðju persónu –s)

He shouldn’t smoke, it’ll kill him. (Háttarmyndandi sögn með nafnhætti)

Maður segir sem sagt ekki:

He shouldn’t smokes.

 

Í staðinn fyrir MUST má einnig nota HAVE TO sem hefur svipaða merkingu.

Neikvæða myndin af því er hins vegar DON’T HAVE TO, sem er ekki það sama og MUSTN’T.

 

Dæmi:

You must stop smoking. You have to stop smoking. (Sama merking)

You mustn’t smoke. You don’t have to smoke. (Ólík merking)

 

 

Háttarmyndandi sagnir eru ekki bara notaðar eins og fram kemur hér að ofan. Þær eru líka notaðar þegar maður er að velta hlutum fyrir sér og komast að niðurstöðu.

 

Háttarmyndandi sagnirnar sem við förum núna í eru:

 

COULD – MIGHT – MAY 

ef verið er að tala um eitthvað sem gæti passað.

 

MIGHT NOT – MAY NOT 

ef verið er að tala um eitthvað sem er kannski ekki.

 

MUST

ef verið er að tala um eitthvað sem hlýtur að vera.

 

CAN’T 

ef verið er að tala um eitthvað sem getur ekki verið.

 

Á eftir háttarmyndandi sögn kemur nafnháttur sagnorðsins sem vísar til þess sem er verið að tala um.

 

Nokkur dæmi:

 

The answer to the question could be forty-two.

I’m worried that my great-grandmother might be dying.

Why don’t you ask Sandy out, she may want to go out with you.

Ask the teacher, you might not have to read the chapter again.

The lights are out and the curtains are drawn, the family may not be at home.

She must be very popular, her phone doesn’t stop ringing.

That can’t be her husband, she told me he’s short.

 

Ef það sem er verið að tala um er að gerast í augnablikinu er orðalagið eins og í samsettri nútíð, eins og í þessu dæmi:

 

It must be raining, she’s soaking wet.

 

Ef það sem er verið að tala um er liðin tíð þá er notast við núliðna tíð: 

 

He could have been at home, although he didn’t answer his phone.

She might have been sick, but she seems all right now.

He may have been married before, but he didn’t say so.

That might not have been my fault, but I still felt guilty.

The man may not have been her father, but she still loved him.

Your grandmother must have been a popular woman. 

Your grandfather, on the other hand, can’t have been very attractive.

 

 

 

Æfingar:

 

Æfing 1

Æfing 2

Æfing 3

Æfing 4

Æfing 5

Æfing 6

Æfing 7

Æfing 8

Æfing 9

Æfing 10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Háttmyndandi sagnir

bottom of page