top of page

Þáliðin tíð

 

 

Þáliðin tíð er notuð til þess að segja frá athöfn sem átti sér stað og lauk áður en önnur liðin athöfn. Dæmi:

 

When I walked (einföld þátíð) into the room, the cat had knocked (þáliðin tíð) over a statue.

Sem sagt: Kötturinn velti styttunni, þeirri athöfn lauk og þar á eftir gekk ég inn í herbergið.

 

Skoðum muninn á tveimur setningum:

When Robert got home, we turned on the TV.

When Robert got home, we had turned on the TV.

 

Í fyrri setningunni er verið að segja frá því að fólkið á heimilinu beið þangað til Robert kom heim, en um leið og hann mætti á svæðið tók einhver sig til og kveikti á sjónvarpinu. Athafnirnar tvær – að Robert kom heim og að einhver kveikti á sjónvarpinu – gerðust því samtímis.

 

Í seinni setningunni aftur á móti er verið að segja frá því að einhver kveikti á sjónvarpinu áður en Robert kom heim og þegar hann loksins kom þá var búið að kveikja á því. Ein athöfnin – að kveikja á sjónvarpinu – var því afstaðin þegar seinni athöfnin – að Robert kom heim – átti sér stað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Núliðin tíð
Þáliðin tíð
Skilyrðissetningar
Óbein ræða
Þolmynd
bottom of page