top of page

Einföld þátíð

-simple past tense


Þátið reglulegra sagna myndast með því að bæta d eða ed aftan við nafnháttinn.  
He watched television.  (to watch)
I walked to work yesterday.  (to walk)

 

Eftirfarandi breytingar verða, þegar endingunni (e)d er bætt við nafnhátt sagnanna:

 

Sögn, sem endar á -y með undanfarandi samhljóða, breytist þannig að -y verður að -i:

dry - dried. 

Hins vegar þegar sérhljóði er á undan -y breytist það ekki:

stay - stayed.

 

Einritaður samhljóði í enda sagnar á eftir einum stuttum sérhljóða tvöfaldast:

 

í öllum einsatkvæðisorðum: 

beg - begged.

 

í öllum tveggja atkvæða orðum, sem hafa áhersluna á síðara atkvæði: 

prefer - preferred. 

Hins vegar ef áherslan er á fyrra atkvæðið tvöfaldast hann ekki:

visit - visited.

 

í öllum tveggja atkvæða orðum, sem enda á l á eftir einum sérhljóða, hvort sem þau hafa áhersluna á fyrra eða seinna atkvæði: 

travel - travelled. 

Hins vegar þegar eru tveir sérhljóðar á undan -l þá tvöfaldast það ekki: 

conceal - concealed.

 

 

 

 

bottom of page