top of page

Óákveðinn greinir

Indefinite article

 

 

 

Óákveðni greinirinn í ensku er:  a og an

 

Reglan er sú að þegar við setjum óákveðinn greini fyrir framan orð sem hefst á samhljóða, þá setjum við a, en þegar við setjum hann á undan orðum sem hefjast á sérhljóða, þá setjum við an.

 

Óákveðinn greinir = A  á undan samhljóða (í framburði):


A girl, a mouse, a tree, a chair, a house, a horse, a cat  o.s.frv.

 

Óákveðinn greinir er ekki til í íslensku, en hann er settur fyrir framan nafnorð í eintölu sem eru óákveðin,  þ.e. nafnorð sem taka ekki ákveðinn greini. 

 

Óákveðinn greinir  =  An  á undan sérhljóða og þá er það framburður sem ræður, ekki stafsetning.

 

An apple, an orange, an octopus, an ice-cream, an emerald 

 

Reglan er sem sagt sú að þegar við setjum óákveðinn greini fyrir framan orð sem hefst á samhljóða, þá setjum við a, en þegar við setjum hann á undan orðum sem hefjast á sérhljóða, þá setjum við an.

 

Undantekning 1:

 

Ef orðið hefst á sérhljóða, sem er borinn fram sem samhljóði notum við a.

 

Dæmi:
A young boy  - A useful man  - (hér er notað a af því að young og useful er borið fram sem samhljóði : (“jong” og “júsfúl”)

 

Undantekning 2:

 

Þegar orð byrjar á h getur verið álitamál hvort nota á a eða an.  Það fer eftir því hvort h-ið er hljóðlaust eða borið fram.

 

Dæmi:
A hairy guy
(hér heyrist h í framburði)
I´ll be there in an hour  (hér er h-ið í hour hljóðlaust í framburði).
An honest woman (hér er h-ið í honest hljóðlaust í framburði)

 

Undantekning 3:

 

Óákveðinn greinir er ekki notaður með óteljanlegum nafnorðum (uncountable nouns), sem flest merkja efni eða tegund (gold, bread, cabbage), eru safnheiti (jewellery, machinery) eða hugmyndaheiti (luck, information).

 

Stundum er óákveðinn eða ákveðinn greinir hafður með orðum, sem tákna efni eða tegund, og fá þau þá aðra merkingu: 

iron = járn

an iron = straujárn.

 

Oft er notað some með þessum orðum í staðinn fyrir óákveðinn greini til þess að tákna óákveðinn fjölda eða óákveðið magn: Give me some bread.

 

 

Æfing 1

Æfing 2

Æfing 3  (ef þú nærð yfir 80% máttu halda áfram)

 

 

 

 

 

bottom of page