top of page

Málfræði

 

Svarið spurningunum eins vel og nákvæmlega og þið getið, gott er að afla sér upplýsinga af veraldarvefnum en gæta þarf þess að heimildirnar séu áreiðanlegar.

 

Veldu A eða B

 

A) 

Svaraðu eftirfarandi spurningum skriflega, á íslensku nema, ef eðlis spurningarinnar samkvæmt, þurfi að nota ensku. Vandaðu málfar og útskýrðu vel.

 

B)

Svaraðu þessum spurningum munnlega í upptökuformi, hljóðskrá eða myndbandi, á íslensku nema eðlilegra sé að nota ensku vegna eðlis spurningarinnar. Þú verður að tala skýrt og greinilega, sérstaklega þegar þú ert að tala ensku.

 

1) Skrifaðu upp regluna um notkun óákveðins greinis og sýndu með dæmum hvernig hún verkar. 

 

2) Skýrðu út muninn á teljanlegum og óteljanlegum nafnorðum. 

 

3) Hver er ákveðni greinirinn í ensku og hvernig er hann notaður? Sýndu dæmi. 

 

4) Finndu út fleirtölu eftirfarandi orða í ensku:

a man, a woman, a boy, a girl, a knife, a child, a foot, a sheep, a church, a tomato, a fly, a baby, a thief, a country, 

 a family, a tooth, a mouse, a radio, a wife. 

 

5) Eignarfall (Mundu að eignarfall myndast með ´og s ef vísað er til persóna, 

 en ef vísað er til hlutar þá notum við of. 

Þýddu eftirfarandi setningar á ensku: 

Bíll Páls er breskur. Þetta er stúlkna skóli. Veistu hvar karlaklósettið er? Gluggar hússins voru brotnir. Við klifum upp á tind fjallsins. 

 

6) Beygðu sögnina “to be” með persónufornöfnum í eintölu og fleirtölu. 

 

7) Hvað er átt við með 3. persónu s-i? 

 

8) Breyttu eftirfarandi setningum og settu he/she í stað I 

I often go to visit my grandfather after school. I like him a lot. Sometimes I stay at school and study, especially if I have to practice for an exam. I want to get high grades. 

 

9) Skýrðu út muninn á orðmyndunum their og they´re. 

 

10) Hvernig er hægt að skrifa eftirfarandi setningabrot á annan hátt? 

No, you´re not. - No, he´s not. - No, she´s not. - No, it´s not. - No, we´re not. - No, you´re not. - No, they´re not. 

 

11) Hjálparsögnin – do/does 

Spurningar í einfaldri nútíð myndast með do/does? Don´t/doesn´t er sett á undan sögn til að gera hana neikvæða. 

Snúðu eftirfarandi setningum á ensku og notaðu do/does þegar það er hægt. 

Ég man það ekki. John býr hér ekki lengur. Ertu viss? Talar þú ensku? Búa þeir hér? Stoppar þessi vagn nálægt Oxford stræti? 

 

 

12) Skýrðu muninn á einfaldri og samsettri nútíð. Sýndu með dæmum. Hver er t.a.m. munurinn á setningunum: I play the piano. og I am playing the piano for my mother. 

 

13) Hvernig er þátíð og lýsingarháttur þátíðar reglulegra sagna? Sýndu dæmi. 

 

14) Beygðu eftirfarandi sagnir í kennimyndum: 

 begin - break - build - buy - catch - drink - drive - feel - fight - get - grow - hide - hurt - lay - leave - make - say - run - steal - swim - teach - think - understand - win. 

 

15) Sýndu með dæmum muninn á beinni og samsettri þátíð. 

 

16) Einföld núliðin tíð er notuð um liðið atvik sem hefur áhrif í nútíðinni. Hún myndast með nútíðinni af sögninni have + þriðju kennimynd aðalsagnarinnar.  Dæmi: He has lost the game. 

Þýddu eftirfarandi setningar á ensku: 

Ég er búinn að borða. Við erum ekki búin að borða morgunverð ennþá. Þú hefur stækkað. 

 

17) Samsett núliðin tíð er notuð um eitthvað sem er liðið fyrir stuttu. Hún myndast með nútiðinni af sögninni have + sögnin to be auk aðalsagnar + ing. Dæmi: She´s been running. 

Þýddu eftirfarandi setningar á ensku: 

Hefurðu verið að hlaupa? Hún hefur verið að borða. Hvað hefur þú verið að gera? 

 

18) Hver er munurinn á for og since? 

 

19) Framtíð er mynduð með will/shall/going to

Shall er venjulega notuð með 1. persónu, en annars notum við will. 

Will er notað um eitthvað sem er óbreytranlegt á meðan going to er notað um áætlanir eða áform. 

Snúðu eftirfarandi setningum á ensku: 

Ég hitti hann á morgun eins og venjulega. Ég ætla að hitta hann á morgun og ræða við hann. Ég verð í Reykjavík í sumar. 

 

20) Skilyrðissetningar. 

 Þýddu á ensku: 

 Ef þú ferð með honum verð ég að fá einhvern annan. Ef þú slærð mig, mun ég slá þig. 

 

21) Breyttu setningunum í þolmynd. 

 Maðurinn hjálpaði konunni. Hann braut rúðuna. Stúlkan ók bílnum. 

 

9HPKW

bottom of page