top of page

Skilyrðissetningar

 

 

 

Skilyrðissetningar eru notaðar þegar maður er að tala um atburð sem mun hugsanlega gerast í framtíðinni, ef ákveðið skilyrði er uppfyllt.  Þær eiga einnig við ef eitthvað sem hefði getað gerst gerðist ekki vegna þess að þetta tiltekna skilyrði var ekki uppfyllt.

 

Skilyrðissetning og aðalsetning standa saman og getur hvor verið á undan hinni.

Dæmi:

He will wake up (aðalsetning) if you knock on the door (skilyrðissetning).

 

If you knock on the door (skilyrðissetning) he will wake up (aðalsetning).

 

Skilyrðissetningin getur byrjað á if, unless, when, whenever eða in case. Merkingin fer eftir því hvernig hún byrjar.

Dæmi:

I‘ll be happy if you come home.

I won‘t be happy unless you come home.

I‘ll be happy when you come home.

I was happy whenever you came home.

I was ready to be happy in case you came home.

 

Tíðirnar í aðalsetningu og skilyrðissetningu fara eftir eftirfarandi reglum:

 

Ef skilyrðissetningin er í nútíð er aðalsetningin í framtíð

 

Þetta er notað þegar skilyrðið verður að öllum líkindum uppfyllt:

 

If you pay me, I will help you.

 

Ef skilyrðissetningin er í þátíð er aðalsetningin í skildagatíð

Þetta er notað þegar skilyrðið gæti hugsanlega verið uppfyllt:

 

If you paid me, I would help you.

 

Ef skilyrðissetningin er í þáliðinni tíð er aðalsetningin í þáskildagatíð

 

Þetta er notað þegar skilyrðið verður aldrei uppfyllt af því að það er orðið of seint:

If you had paid me, I would have helped you.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Núliðin tíð
Þáliðin tíð
Óbein ræða
Þolmynd
bottom of page