top of page

Útskriftarverkefni

 

 

 

Fáðu hugmynd og framkvæmdu!

 

Hér hefur þú algjörlega frjálsar hendur með verkefni, hvað sem þér dettur í hug svo framarlega sem þú sýnir fram á færni þína í eftirfarandi þáttum í ensku:

 

Talað mál.

Ritað mál.

Notkun orðaforða.

Málnotkun.

 

 

Dæmi um lokaverkefni:

Búa til hlut, skrifa um ferlið og kynna/búa til myndband

Saga og upplestur 

Handrit og myndband

Handrit og leikuppsetning

Handrit og útvarpsþáttur/-leikrit

Atvinnu umsókn og atvinnu viðtal

Handrit og 'Quiz show'

Kynning á hverju sem þér dettur í hug

Eitthvað aaallt annað...

 

Ef þú ert í vandræðum með að velja viðfangsefni getur þú talað við vini, kennara, ættingja eða aðra sem eru hugmyndaríkir. 

Það þarf að bera allar hugmyndir undir kennara.

 

Mundu:

Að þetta er útskriftarverkefni. Það er 5 vikna verkefni og því þarf framlagið að vera eftir því. Þú þarft að meta það sjálf/-ur. Hvað finnst þér eðlilegt framlag miðað við 5 vikur? (Hér er metnaður vinur þinn) 

 

 

Það er í góðu lagi að vinna í hóp en ekki nauðsynlegt. Ef hópavinna verður fyrir valinu þarf að hafa eftirfarandi í huga:

 

  • hver og einn skilar stuttri skýrslu um hvernig verkaskipting var í verkefninu.

  • allir þurfa að taka það mikinn þátt í talmálshluta verkefnisins að hægt sé að meta hvern og einn.

 

 

 

bottom of page