top of page
GLÆRUKYNNING 3 vikur
Megið vinna ein eða tvö saman

 

 

Þið eigið að gera kynningu um enskumælandi borg.

Byrjið á að velja ykkur borg, hún má vera í hvaða enskumælandi landi sem er. Berið undir kennara því hann þarf að samþykkja valið. 

 

ÞAÐ MÁ EINUNGIS VELJA HVERJA BORG EINU SINNU, Þ.E.
ENGIR TVEIR (HÓPAR) MEGA VELJA SÖMU BORGINA.

 

Kynningin á að vera að lágmarki:

8 glærur (forsíða + 7 glærur) fyrir einstaklingskynningu

12 glærur (forsíða + 11 glærur) fyrir parakynningu

 

 

Það sem þið getið fjallað um.

  • Sögu borgarinnar (history)

  • Samgöngur (transportation)

  • Fólk (people)

  • Kennileiti (landmarks)

  • Pólitík og/eða stjórnkerfi (politics and/or goverment)

  • Lög (laws)

  • Fjöll, vötn, ár og/eða þjóðgarða (mountains, lakes, rivers and/or national parks)

  • Hatíðir (festivals)

  • Vörur (products)

  • Stríð (wars)

  • Tónlist, leikhús og/eða bíómyndir (music, theatre and/or cinema)

  • Plöntur og/eða dýr (plants and/or animals)

  • O.fl.

 

Námsmat:

15% Glærur

35% Efni 

15% Kynning

35% Handrit

 

Skilin ganga út á þrennt:

 

Það fyrsta eru glærurnar og efniviðurinn sem þið veljið, ekkert bull.

 

Annað er handritið sem þið þurfið að gera. Þið ráðið hvort þið skrifið það orðrétt eftir því hvað þið ætlið að segja eða hvort þið útbúið ykkur glósur eða punkta og talið út frá eigin hjarta.

 

Það þriðja er síðan kynningin sjálf þar sem framsögn, orðaforði, framburður og öryggi skiptir máli.

 

Glærurnar megið þið vinna í hvaða forriti sem er sem býður upp á glærur. Keynote, Google Drive, Haiku Deck o.s.frv. Handritið verðið þið að vinna á Google Drive og deila með mér svo ég geti fylgst með framvindu. Þar getið þið þá líka spurt mig spurninga og/eða beðið um hugmyndir.

 

 

Kynningar verða síðan í enskutímum hjá okkur og þá þurfið þið að láta vita með dags fyrirvara þegar þið ætlið að kynna.

 

Allur ritstuldur er litinn hornauga.

Presentation CITIES

P939J

bottom of page