
Námsáætlun 9. bekkur
Markmið
Að nemandi geti:
tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir og beitt tungumálinu af nokkurri nákvæmni.
tjáð sig með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við spurningum.
samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt.
lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga með nokkuð fjölþættum orðaforða.
aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu.
sýnt fram á að hann þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér vel grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum.
getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu.
skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega.
Námsefni:
Námsefni haustannar er aðgengilegt inni á merkjasíðu unglingadeildarinnar (ullonollo.wix.com/merkin). Við námsefnisgerð er helst stuðst við Spotlight 9, kennslubók í ensku fyrir unglingastig grunnskóla.
Verklag og vinnuskil:
Skáldsögumerki - Holes
2 merki að eigin vali
Fantasy merki
Lokaverkefni
Tímaverkefni
Námsmat:
Merki 60%
Lokaverkefni 20%
- leskilningur
- ritun
- Hlustun
- Munnlegt verkefni
Vinnuskil og mæting 20%