top of page

Stærðfræði 9. bekkur

Það er lögð sérstök áhersla á að nemandi auki sjálfstæði í vinnubrögðum og beri ábyrgð á sínu námi og skili vönduðum verkefnum á réttum tíma. Þá eru nemendur þjálfaðir í að læra nýjar aðferðir af kennslumyndböndum á netinu.

 

Markmið: 

Að nemandi:

 

  • þjálfist í að leysa jöfnur og geti gert grein fyrir þeim útreikningum sem framkvæmdir eru

  • þjálfist í að búa til jöfnur

  • þjálfist í að teikna gröf og túlka

  • kynnist gröfum sem eru ekki beinar línur

  • þjálfist í að búa til töflur

  • læri að teikna línur með því að nota skurðpunkta og hallatölur

  • læri að finna miðpunkt striks á grafi

  • læri að finna jöfnur út frá línum

  • geti unnið með mjög háar og lágar tölur með staðalformi og veldum

  • læri helstu veldareglur

  • geti lagt saman líka liði með breytur og veldi

  • kynnist grunnmengjunum, læri táknin og geti greint á milli mengjanna

  • þekki muninn á ræðum og óræðum tölum

  • kunni að breyta tugabrotum í almenn brot

  • þekki tölugildi

  • þjálfist í almennum líkindareikningi

  • geti gert tilgátu um niðurstöður tilraunar með líkindareikningi

  • geti sett fram niðurstöður tilraunar á skýran hátt.

 

 

Námsefni:

  • Námsefnið eru unnið úr: Almenn Stærðfræði fyrir grunnskóla 2, Áttatíu 3 og 4, Vinkill 1 og 2

    Merki á heimasíðu unglingadeildar (ullonollo.wix.com/merkin)

     

 

Verklag og vinnuskil:

 

 5 merki á önninni:

 

  • Hamar 91 + Hamar 92 (bóknám - kafli 4 og 6 í Alm stæ 2): Kaflapróf+skiladæmi (sjálfspróf fyrir bóknám)

  • Lykill 91 + Lykill 92 (bóknám ekki til): Kaflapróf+skiladæmi (sjálfspróf fyrir bóknám)

  • Töng 91 (Bóknám - Vinkill 1 og 2): Skilaverkefni

  • Hugarreikningur: Nemendur vinna í appinu Math practice jafnt og þétt yfir veturinn.

  • Þrautir: Þvinga 91


 

 

Námsmat:

 

Merki 50%

Kaflapróf 40%

Skiladæmi 10%

Þrautir 10

Hugtök 10%

Hugarreikningur 10%

Vinnuskil og mæting 20%

 

Mikilvægar dagsetningar

 

Vikan 22.9 - 26.9: Hamar klárast

Vikan 3.11 - 7.11: Lykill klárast

Vikan 10.11 - 14.11: Þvinga klárast

Vikan 1.12 - 5. 12: Töng klárast

Vikan 8.12 - 12.12: Hugtakakönnun

 

 

 

 

 

 

bottom of page