top of page

Kynning á framhaldsskólum

 

 

Verkefni

Verkefnið er hópverkefni með tvo til þrjá nemendur í hverjum hópi. Nemendur kynna sér einn framhaldsskóla og kynna hann fyrir samnemendum sínum (10 – 15  mín). Hóparnir hafa nokkuð frjálsræði um framsetningu kynningarinnar og er frumlegum hugmyndum vel tekið. Hóparnir þurfa einnig að skila skýrslu þar sem sagt er frá skólanum í stuttu máli og hvernig verkefnið var unnið.

 

Það sem þarf að koma fram í kynningunni er meðal annars:

 

  • Almennar upplýsingar eins og stærð og staðsetning skólans

  • Námsframboð

  • Námsfyrirkomulag

  • Sérstaða skólans

  • Þjónusta við nemendur

  • Félagslíf

  • Samgöngur (strætó)

 

Hægt er að afla sér upplýsinga á ýmsan hátt eins. Finna upplýsingar á netinu, hringja í skólann, fara í skólann og fá upplýsingabæklinga, tala við(taka viðtal við) núverandi og/eða fyrrverandi nemendur skólans, kennara, skólameistara o.s.frv.

 

Verið dugleg að skipta með ykkur verkum og athugið að allir meðlimir hópsins fá sömu einkunn fyrir það.

 

Sannfærið okkur hin um að skólinn sem þið kynnið fyrir okkur sé góður og/eða athyglisverður kostur, hann sé frábær!

(senda kynninguna á kennarar frida.elisa.olafsdottir@reykjavik.is).

Skiladagur er 17. nóvember 

 

Námsmat:
 

_________________________________________________________
Mat á kynningu frá kennara

 

Stig

 

 

 

 

  • Allir taka þátt

Fræðilegt:

  • Almennar upplýsingar eins og stærð og staðsetning skólans

 

  • Námsframboð

 

  • Námsfyrirkomulag

 

  • Sérstaða skólans

 

  • Þjónusta við nemendur

 

  • Félagslíf

 

  • Samgöngur (strætó)
    og...

  • Tjáning/skýrleiki

  • Frumleiki í uppsetningu

 

 

 

 

Frábært/óaðfinnanlegt      4 stig

Gott                                      3 stig

Þokkalegt                             2 stig

Slakt                                     1 stig

 

_________________________________________________________
Jafningjamat

 

Smelltu hérna.

 

_________________________________________________________
Sjálfsmat

 

Smelltu hérna

 

bottom of page