top of page

 

 

Ipad samningur

 

Þessi samningur er gerður milli Norðlingaskóla, nemanda og foreldra og kveður á um rétta og eðlilega notkun iPad-tölvu sem skólinn fær nemandanum til umráða.

 

iPad spjaldtölvan, raðnúmer _______________________, er eign Norðlingaskóla. Nemanda er skylt að hafa á henni námsefni sem skólinn leggur til. Nemandi má, í samráði við foreldra, setja sitt eigið efni á tölvuna (tónlist o.fl.) – en reglan er sú að ef pláss er af skornum skammti þá víkur efni nemandans fyrir námsefni.

 

Nemandinn ber ábyrgð á að koma með tölvuna hlaðna og tilbúna til vinnu á hverjum skóladegi. Að auki ber nemandinn ábyrgð á hleðslutæki og mælumst við til þess að það sé geymt heima, glatist hleðslutækið ber nemanda að útvega nýtt á eigin kostnað.

 

Nemandinn gætir þess að fara vel með tölvuna og sýna ábyrgð í notkun hennar. Komi í ljós að nemandi eigi í erfiðleikum með að gæta tækisins getur foreldri eða skólinn farið fram á að það sé geymt í skólanum.

 

Undir engum kringumstæðum má nota tækið á ólöglegan hátt. Ekki má setja í það stolin forrit eða forrit sem breyta stýrikerfi þess.

 

Skólinn mun ásamt UTM og Epli.is veita tæknilega ráðgjöf og aðstoð.

 

Fari svo að iPad tækið glatist eða verði fyrir skemmdum þarf að tilkynna það strax til skólans. Gerð verður tjónaskýrsla sem verður þáttur í matsferli verkefnisins. Nemendur og foreldrar verða ekki dregnir til fjárhagslegrar ábyrgðar þótt tæki glatist eða skemmist – en ólíklegt er að nemandi fái nýtt tæki í stað þess glataða/skemmda.

 

Þegar tækið er komið heim hafa foreldrar fullt vald yfir notkun þess og geta sett þær reglur sem þeir kjósa.

 

Foreldrar eru hvattir til að hafa áhrif á hvaða forrit eru sótt á tækið og hvernig það er notað. Þeir ákveða hvort nemandinn fái sjálfur lykilorð til uppsetninga á forritum eða hvort það sé í fórum foreldra.

 

Ekki er leyfilegt að setja upp annan aðgang (Apple ID) á tækið en þann sem fylgdi frá skóla nema með leyfi og vitund skólans.

 

 

Þetta samþykkja,                                              Dags.

_________________________________________________

Nemandi

_________________________________________________

Foreldri

_________________________________________________

F.h. skóla

bottom of page