top of page

Íslenska 10. bekkur

 

Markmið: 

 

Í lok 10. bekkjar á nemandi að geta:

 

  • nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar,  

  • tekið tillit til skoðana annarra og hlustað,

  • lesið gamlar og nýjar bókmenntir, íslenskar og erlendar,  

  • gert sér grein fyrir gildi bókmennta og tengslum þeirra við menningu landsins,  

  • beitt hugtökum í bókmenntafræði, s.s. minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð,

  • greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða,  

  • lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga og frá ýmsum tímum,  

  • tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli,  

  • samið texta frá eigin brjósti og beitt fjölbreyttu tungutaki í skapandi ritun,

  • valið viðeigandi og viðurkenndar heimildir og vísað til þeirra,  

  • gengið frá texta og sett upp rétta heimildaskrá,

  • skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi,

  • notað orðabækur og önnur hjálpargögn,

  • gert sér grein fyrir eigin máli og haft skilning á gildi þess að bæta það,

  • áttað sig á beygingarlegum og merkingalegum einkennum orðflokka og gert grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra,

  • gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni.

 

 

 

Námsþættir og námsefni:

 

  • Talað mál og hlustun.

  • Bókmenntir og ljóð.

  • Ritun/stafsetning.  

  • Málfræði.

  • Lestur

 

  • Gísla saga Súrssonar

  • Málfræðimerki

  • Ljóðaverkefni

  • Framsagnarverkefni

  • Handbækur

     

 

 

Verklag og vinnuskil:

 

 5 merki á önninni:

 

 

  • Málfræðimerki

  • Íslendingasögumerki

  • 3 merki að eigin vali

  • Kaflapróf

  • kannanir

  • Auk lokaverkefnis og smærri tímaverkefna

     

 

 

Námsmat:

 

       

        5 merki            60%

       Tímaverkefni   10%

       Lokaverkefni   10%

       Vinnuskil og mæting 20%

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page