top of page

Sundverkefni

 

JY2EE

 

 

Sundverkefni – gildir 15% af heildareinkunn.

 

Skil:                        Föstudaginn 17. apríl fyrir klukkan 14:00

Framkvæmd:       Mánudaginn 20. apríl.

 

Nemendur eiga að semja sinn eigin tímaseðil í sundi. Hann á að innihalda upphitunarþátt og meginþátt m.ö.o. byrja á því að synda sér til hita með mismunandi sundaðferðum c.a. 200 – 300 m., til að örva blóðrásina og virkja og liðka vöðvana. Svo eiga nemendur að ákveða hvað þeir vilja leggja áherslu á og búa til sérhæfða æfingu út frá því. Samanlögð heildarvegalend æfingarinnar á að vera fyrir

8. bekk ca. 500 metrar 

9. bekk milli 500 – 600 metrar

10. bekk lágmark 600 metrar

 

Dæmi um tímaseðil þar sem áherslan er á björgunarsund er hér fyrir neðan:

 

 

 

Tímaseðill – björgun

1 hringur  =    50 metrar

 

Upphitun

  • 50 m bringusund      -   50 m skriðsund

  • 50 m baksund           -   50 m flugfótatök

  • 50 m skriðfótatök    -   50 m bringufótatök

 

Meginþáttur

  • 2 x 50 m björgunarsundsfótatök (skólabaksund) halda um hring sem ekki má blotna, marvaði í eina mínútu.

  • 4 x

      25 m skrið sprettsund yfir og 25 m skólabaksund (vanda alla tækni) til baka.

  • 25 m björgunarsund með jafningja.

       Samtals=625 metrar

 

 

 

Verkefnið verður metið út frá eftirfarandi þáttum:

  • Skilað á réttum tíma gefur 0.5

  • Innihaldi tímaseðilsins gefur 0.5

  • Framkvæmd tímaseðilsins í tíma gefur 0.5

 

bottom of page