top of page

Stærðfræði 10. bekkur

 

Það er lögð sérstök áhersla á að nemandi auki sjálfstæði í vinnubrögðum og beri ábyrgð á sínu námi og skili vönduðum verkefnum á réttum tíma. Þá eru nemendur þjálfaðir í að læra nýjar aðferðir af kennslumyndböndum á netinu.

 

Markmið:
 

Að nemandi:

-kunni allar helstu aðferðir til þess að leysa jöfnur

-kynnist grunnatriðum í ójöfnum og vinni með þær

-þjálfist í að setja upp jöfnur úr orðadæmum

-geti sett fram tölulegar upplýsingar upp í töflum, gröfum og jöfnum

-geti fundið jöfnur lína ef gefnir eru tveir punktar.

-geti fundið jöfnur lína ef gefinn er einn punktur og hallatala

-geti fundið fjarlægð á milli tveggja punkta með fjarlægðarreglunni

-kunni þrjár aðferðir til þess að leysa jöfnuhneppi

-læri um rauntölumengið og þekki þannig fjögur talnamengi

-kunni skil á öllum aðferðum sem hægt er að nota til nefna brot eða hlutföll

-geti breytt lotubundnum sem og öðrum tugabrotum í almenn brot

-þekki ferningstölur, teningstölur,ferningsrót og teningsrót og geti unnið með þessi hugtök

-þjálfist í þekkingu á frumtölum og frumþáttun

-geti fundið MSN með frumþáttun

 

 

 

Námsefni:

  • Námsefnið eru unnið úr: Almenn Stærðfræði fyrir grunnskóla IIl, Áttatíu 5 og 6, Vinkill 3

    Merki á heimasíðu unglingadeildar (ullonollo.wix.com/merkin)

     

     

 

Verklag og vinnuskil:

 

 

Nemendur vinna fimm merki á haustönn og þar af tvö undirbúningsmerki fyrir samræmd próf(Borvél).

 

  • Borvél 2010

  • Borvél 2011

  • Hamar 101 + 102(bóknám - kafli 5 í alm stæ) Kaflapróf + skiladæmi(Sjálfspróf fyrir bóknám)

  • Lykill 101(Bóknám ekki til): Kaflapróf + skiladæmi

  • Hugarreikningur: Nemendur vinna í appinu Math practice jafnt og þétt yfir veturinn.

 

Námsmat:

 

Undirbúningur fyrir samræmd próf: 10%

Merki: 50%

Kannanir: 35%

Skiladæmi: 15%

Hugarreikningur: 10%

Hugtök: 10%

Vinnuskil og mæting: 20%

 

 

Mikilvægar dagsetningar

 

22.9 - 26.9: Samræmd próf

3.11 - 7.11: Hamri lokið

1.12 - 5.12: Lykli lokið

8.12 - 12.12: Hugtakakönnun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page