top of page

Energi i Danmark og Island

 

Þetta verkefni eigið þið að vinna saman sem hópur. Þið byrjið á verkefninu saman og klárið svo verkefnið í gegnum netið, þar sem þið notið m.a. skype, facetime, facebook og google drive.

 

Verkefninu á að skila mánudaginn 20. október. Þið ráðið skilaforminu, ritgerð, powerpoint kynning, stuttmynd eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug.

 

Verkefninu skilið þið í Showbie og kóðinn er RAPFJ

 

 

Byrjið á því að búa til google drive skjal sem allir meðlimir hópsins hafa aðgang að.

Nýtið þann tíma sem þið eruð saman til að velta því fyrir ykkur hvernig þið viljið skila verkefninu og hvaða tíma þið hugsið ykkur til að vinna verkefnið. Notið hugmyndaflugið.

 

 

1. Skylduspurning:

 

Hvað getum við gert til þess að spara orku? Nefnið/sýnið a.m.k. 10 dæmi

 

 

2. Veljið a.m.k. 4 af eftirfarandi spurningum til að dýpka og fjalla um. Berið saman Danmörk og Ísland í þessum spurningum.

 

* hvaðan kemur rafmagnið, hvernig er orkuframleiðslu háttað í þessum tveimur löndum

* hvaða orkuauðlindum hafa þessi tvö lönd yfir að ráða

* hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?

* hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu

* hvað eru vindmyllur stórar og hve miklu rafmagni geta þær skilað af sér á mínútu?

* hver er munurinn á jarðvarmavirkjun, vatnsaflsvirkjun og vindorku nefnið dæmi um slíkar virkjanir

* hvers vegna er vindorka ekki nýtt meira á Íslandi?

* hvers vegna eru ekki jarðvarmavirkjanir í Danmörku?

* Hverjir búa til rafbíla og hvernig eru þeir miðað við bensín eða olíudrifna bíla?

* Er einhver munur á rafbílanotkun í Danmörku og Íslandi, þ.e. eru þeir algengari í öðru landinu.

* Hugsa Danir meira um umhverfi sitt en Íslendingar.

* margir eru á móti virkjunum, af hverju haldið þið að svo sé, rökstyðjið.

* Er til næg orka á jörðinni?

 

3. Skylduverkefni fyrir alla hópa

 

Á netinu er að finna fullt af skemmtilegum tilraunum sem tengjast orku, googlið experiments with energy, how to make dam, eða hvað sem þið viljið gera sem tengist orku, finnið ykkur tilraun og framkvæmið aðra sambærilega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page