top of page

Stærðfræði 8. bekkur

 

Það er lögð sérstök áhersla á að nemandi auki sjálfstæði í vinnubrögðum og beri ábyrgð á sínu námi og skili vönduðum verkefnum á réttum tíma. Þá eru nemendur þjálfaðir í að læra nýjar aðferðir af kennslumyndböndum á netinu.

 

Markmið: 

 

Að nemandi geti:

 

  • geti fundið reglur í breytingum

  • kynnist helstu flutningum s.s. speglun, hliðrun og snúning

  • þjálfist í flutningum í hnitakerfi

  • kynnist að leysa jöfnur

  • þekki frumtölurnar og kunni aðferðir til þess að finna þær

  • kunni frumþáttun og geti notað hana til þess að finna MSN og HSF

  • þekki ferningstölurnar

  • kynnist ferningsrótum og geti notað þær til að auðvelda sér leitina að frumtölunum

  • þekki veldi og geti skráð endurtekna frumþætti sem veldi

  • geri sér grein fyrir að fjarlægð er alltaf jákvæð tala

  • geti skráð tölur í rómverskri talnaritun og öfugt

  • hafi kynnt sér töluna núll og hvernig hún hagar sér meðal annars í deilingu

  • þjálfist í að finna frumtölur

  • þjálfist í að frumþátta samsettar tölur

  • kynnist grunnhugtökum í mengjafræði

  • geti flokkað tölur í þrjú fyrstu talnamengin N,Z og Q

  • geti almennum brotum í tugabrot

  • þekki lotur í lotubundnum tugabrotum

  • geti breytt einföldum tugabrotum í almenn brot

  • þekki  þríhyrningstölur, ferningstölur og fibonacci talnarununa

  • læri um stærðfræðingana Gauss og Pascal og hvað þeir eru helst frægir fyrir

     

 

 

 

Námsefni:

  • Námsefnið eru unnið úr: Almenn Stærðfræði fyrir grunnskóla 1, Áttatíu 1 og 2.

    Merki á heimasíðu unglingadeildar (ullonollo.wix.com/merkin)

     

 

 

Verklag og vinnuskil:

 

 

5 merki á önninni

  • Hamar 81 + Hamar 82 (bóknám - kafli 4 í Alm stæ 1): Kaflapróf+skiladæmi (sjálfspróf fyrir bóknám)

  • Lykill 81 + Lykill 82 (bóknám ekki til): Kaflapróf+skiladæmi (sjálfspróf fyrir bóknám)

  • Þjöl 81 (Bóknám - kafli 2 í Alm stæ 1): Kaflapróf+skiladæmi (sjálfspróf fyrir bóknám)

  • Hugarreikningur: Nemendur vinna í appinu Math practice jafnt og þétt yfir veturinn.

  • Þrautir: Þvinga 81

 

 

 

Námsmat:

 

Merki 50%

Kaflapróf 40%

Skiladæmi 10%

Þrautir 10%

Hugtök 10%

Hugarreikningur 10%

Vinnuskil og mæting 20%

 

 

Mikilvægar dagsetningar

 

Vikan 22.9 - 26.9: Hamar klárast

Vikan 3.11 - 7.11: Lykill klárast

Vikan 10.11 - 14.11: Þvinga klárast

Vikan 1.12 - 5. 12: Þjöl klárast

Vikan 8.12 - 12.12: Hugtakakönnun

 

 

 

 

 

bottom of page