top of page

Verkefnið Þið eigið von á 10 dönskum unglingum í heimsókn. Verkefnið ykkar er að búa til dagskrá fyrir ykkur og hópinn í þessa 3 daga sem hópurinn stoppar hér á landi.

 

Þið hafið nokkuð frjálsar hendur um það hvernig þið notið þann tíma sem hópurinn er á landinu og í hvað peningarnir fara.

 

  • Nokkur atriði sem ber að hafa í huga við gerð verkefnisins.

 

  • Hópurinn lendir á Keflavíkurflugvelli mánudaginn 21. maí kl. 15:10

 

  • Hópurinn fer frá Keflavík til Kaupmannahafnar fimmtudaginn 24. maí kl. 08:30

 

  • Hópurinn á 650.000 kr sem hægt er að nota í ferðir, söfn, mat o.fl. Búið er að greiða fyrir flug og gistingu, en hópurinn gistir á farfuglaheimilinu í Laugardal.

 

  • Notið alltaf raunverð. Þið eruð fararstjórar hópsins. Gerið kostnaðaráætlun og látið fylgja með verkefninu.

 

→ Vinnið verkefnið í KEYNOTE eða annað gott glæruapp, notið myndir og texta á dönsku. Vandið vel textann, látið fara yfir, notið orðabækur eða google translate fyrir einstaka orð – ekki heilar setningar.

 

→ skiladagar eru í vikunni 12. – 16. maí, hver hópur fær 10 - 15 mín. ásamt Dagbjörtu og Lise Lotte til að skila verkefninu

 

SKIL

Þið leggið verkefnið fram fyrir kennara, sýnið það sem þið ætlið að bjóða uppá og segið frá á DÖNSKU. Allir í hópnum verða að leggja eitthvað til málana

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokaverkefni vor 2014

 

bottom of page