top of page

Íslenska 8. bekkur

 

Markmið: 

 

Að nemandi geti:

 

  • tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti og rökstutt þær.

  • tekið tillit til skoðana annarra og hlustað af athygli.

  • lesið gamlar og nýjar bókmenntir, þar á meðal Íslendingasögur, ljóð, og bókmenntir.

  • gert grein fyrir helstu einkennum Íslendingasagna.

  • greint ljóð, þekkt hugtökin sem tengjast myndmáli ljóða.

  • lesið til gagns og ánægju.

  • beitt helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar.

  • valið viðeigandi og viðurkenndar heimildir, vísað til þeirra og sett upp rétta heimildaskrá.  

  • unnið með fræðibækur og skáldsögur.

  • valið textategund, skipulagt og orðað texta. 

  • áttað sig á muninum á örsögu, smásögu og skáldsögum.

  • áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð.

  • beitt þekkingu sinna við að finna fornöfn í texta og greint undirflokka þeirra.

  • beitt þekkingu sinni við að finna óbeygjanleg orð í texta og greint í undirflokka þeirra.

  • notað orðtök og málshætti í töluðu og rituðu máli.

  • beitt þekkingu sinni á málfræði við að búa til setningar, málsgreinar og efnisgreinar.  

  • lesið fjölbreyttan texta með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað.

 

 

 

Námsþættir og námsefni:

  • Talað mál og hlustun.

  • Bókmenntir og ljóð.

  • Ritun/stafsetning.  

  • Málfræði.

  • Lestur

 

  • Kjalnesinga saga

  • Málið í mark - Fallorð (bók og vefefni)

  • Kveikjur (námsefni á vef)

  • Ýmis málfræðiverkefni 

  • Merki (námsefni á ullonollo.wix.com/merki)

  • Önnur verkefni frá kennurum

  • Kjörbók

  • Ítarefni s.s. handbækur, Málfinnur, Heimir o.fl. 

 

 

Verklag og vinnuskil:

 

  • Málfræðimerki

  • Íslendingasögumerki

  • Skáldsögumerki

  • Orðtakamerki

  • Kannanir

  • Auk lokaverkefnis og smærri tímaverkefna.

 

 

Námsmat:

 

        Merki 50%

        Tímaverkefni 10%

        Lokaverkefni 20%

        Vinnuskil og mæting 20%

      

 

 

 

 

 

 

bottom of page