top of page

Enska 10. bekkur

 

Markmið: 

 

Að nemandi geti:

 

  • Að nemandi geti:

  • tekið þátt í skoðanaskiptum, fært einföld rök fyrir máli sínu og tekið tillit til sjónarmiða viðmælanda

  • tekið þátt í óformlegu spjalli um daginn og veginn um efni sem hann er vel heima í

  • tekist á við margs konar aðstæður í almennum samskiptum, t.d. miðlað og tekið á móti upplýsingum á ferðalögum, sem gestgjafi eða í netsamskiptum

  • skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga

  • tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu

  • nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða

  • sýnt fram á að hann þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér vel grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum

  • getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er breska, ástralska, skoska og ameríska

  • aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu

  • lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt

  • lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi

  • tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, námsog þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt

  • fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni í kunnuglegum aðstæðum þegar framsetning er áheyrileg

  • tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir, beitt tungumálinu af nokkurri nákvæmni hvað varðar reglur um málnotkun, framburð, áherslur, hrynjandi og orðaval

  • tjáð sig skipulega um efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við spurningum

  • flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi

 

Námsefni:

 

Námsefni haustannar er aðgengilegt inni á merkjasíðu unglingadeildarinnar (ullonollo.wix.com/merkin). Við námsefnisgerð er helst stuðst við Spotlight 10, kennslubók í ensku fyrir unglingastig grunnskóla.

 

 

 

 

Verklag og vinnuskil:

 

5 merki á önninni:

-Samræmdaprófs merki

-Skáldsögumerki

-3 merki að eigin vali

Auk lokaverkefnis og smærri tímaverkefna.

 

 

 

Námsmat:

 

        Merki 55%

        Málfræðihluti 10%      

        Lokaverkefni 10%

        Vinnuskil og mæting 20%

        Hlustunarpróf  5%

 

        

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page