top of page
  • Í hvaða kjördæmi átt þú heima? Hvað hefur kjördæmið marga þingmenn? Hvað heita þingmenn þíns kjördæmis og í hvaða flokki eru þeir? Á kjördæmið ráðherra - og ef svo er - hvað heitir hann? Þú getur fundið upplýsingar á heimasíðu Alþingis.

 

  • Ríkisvaldinu er þrískipt. Skrifaðu stutta lýsingu á hlutverkum Alþingis, ríkisstjórnar og dómstólanna.

 

  • Útskýrðu hugtökin meirihlutastjórn, minnihlutastjórn og samsteypustjórn.

 

 

  • Hvað eru ráðuneytin mörg? Lýstu verksviðum þeirra í stuttu máli.

 

  • Hvað er saksóknari?

 

  • Ræðið í bekknum: Gera heimsóknir forseta Íslands til útlanda eitthvert gagn?

 

  • Hver eru helstu hlutverk Alþingis? Lýstu ferli lagasetningar. Skoðaðu ungmennavef Alþingis og segðu bekknum frá tveimur eða þremur lögum sem Alþingi hefur nýverið samþykkt.

 

  • Farðu inn á heimasíðu einhvers ráðuneytanna. Búðu síðan til stutta lýsingu fyrir bekkinn um helstu verksvið ráðuneytisins. Hver er ráðherra í ráðuneytinu og úr hvaða flokki kemur viðkomandi?

 

  • Skoðaðu heimasíðu Alþingis. Hvaða stjórnmálaflokkur/-flokkar mynda ríkisstjórn núna? Búðu til lista yfir ráðherra ríkisstjórnarinnar og segðu frá úr hvaða flokkum þeir koma, hvaða kjördæmi og hvaða ráðuneytum þeir stýra.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

8GGG3

2. Stjórnskipan

bottom of page