top of page
1. skylduverkefni

 

 

Verkefnunum átt þú að skila inná Showbie. Þú mátt ráða því hvort þú skilir þessu skriflega eða munnlega. Mundu bara að vanda þig og leggja metnað í verkefnið.

 

A) Hvað einkennir unglinga? 

  • Er eðlilegt að unglingar aðgreini sig frá umhverfinu á einhvern hátt? Af hverju? Hvernig geta þeir aðgreint sig? 

  • Hvaða einkenni hefur þú valið og hvaða einkennum hefur verið þvingað upp á þig? 

 

B) Hvað hefur þú lært nýtt frá því þú fórst á fætur í morgun?

 

 
2. Valverkefni - Veldu 2 verkefni
 
Verkefnunum átt þú að skila inná Showbie. Þú mátt ráða því hvort þú skilir þessu skriflega eða munnlega. Mundu bara að vanda þig og leggja metnað í verkefnið.
 

A)

Þú hittir bekkjarfélaga þína aftur eftir tuttugu ára aðskilnað. Þið talið um gömlu dagana       og deilið sameiginlegri reynslu um hvernig það var að vera unglingur um             árþúsundaskiptin. Hvaða upplifanir og reynslu höfðuð þið sameiginlega þá, sem unglingar nú á dögum (þegar þú ert 35 ára) myndu ekki skilja?

 

B)

Hvaða eiginleika þarf að hafa til að standa sig frábærlega í fótbolta á Ólympíuleikunum? Ræður gott líkamlegt ástand, þrotlaus þjálfun og tækni árangri þeirra sem taka þátt í erfiðri keppni? Hversu miklu máli skiptir andlegt ástand og hvaða persónueiginleikar gera gæfumuninn til að ná því besta út úr sjálfum sér?

 

C)

Af hverju er nauðsynlegt fyrir okkur að eiga samskipti við annað fólk? Hvaða afleiðingar getur það haft ef börn eru alin upp í einangrun?

 

D)

Allir hafa væntingar til annarra. Lýstu í stuttu máli hvaða væntingar eru til þín af: 

skólanum

félögunum/vinunum

fjölskyldunni

vinnumarkaðinum

jafnaldra af gagnstæðu kyni

 

E)

Leitaðu upplýsinga og útskýrðu hugtakið hlutverkaspenna. Útskýrðu síðan eftirfarandi: Hvaða hlutverkaspenna er til staðar í eftirfarandi dæmum og hvernig myndir þú leysa hana?

 

Þú ert í göngutúr með foreldrum þínum á laugardagskvöldi og mætir bekkjarfélögum þínum sem eru á leiðinni í partí. 

 

Pabbi þinn eða mamma eru kennarar og annað þeirra kennir eitt af þeim fögum sem bekkurinn er í. 

 

Þú tilheyrir mjög sterkri klíku. Þú ert nýkomin(n) með kærasta eða kærustu og tekur viðkomandi með þér til klíkunnar. 

 

Foreldrar þínir eru að fara út úr bænum um helgi og þú ert ein(n) heima. Félagar þínir leggja hart að þér að halda partí en foreldrar þínir hafa bannað þér það. 

 

Þú átt engin almennileg föt og félagar þínir eru farnir að gera grín að þér. Þú biður um peninga heima fyrir nýjum gallabuxum en færð neitun. 

 

F)

Taktu viðtal við föður þinn, móður eða einhvern annan fullorðinn einstakling og spyrðu hvernig unglingahlutverkið hafi verið þegar hann/hún var ung(ur).

 

G)

Hvaða skilning leggur þú í hugtakið vinátta? Hvaða eiginleika finnst þér mikilvægast að vinur þinn eða vinkona hafi?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

8GGG3

1. Sjálfsmyndin

bottom of page