top of page

2. Evrópu samvinna

 

 

Samvinna þjóða í Evrópu er vel þekkt, Evrópusambandið er eitthvað sem þið hafið öll heyrt minnst á. Evrópu samvinna  á upphaf sitt að rekja til kola og stálbandalags Evrópu frá árinu 1952 og má segja að það hafi verið undanfari Evrópusambandsins. En Evrópusambandið eins og við þekkjum það varð til með Maastricht samningnum árið 1992 þar sem stofnuð var fjölþjóðleg samtök Evrópuríkja sem byggði á Evrópubandalaginu sem lagðist undir lok með stofnun hins nýja Evrópusambands. Evrópusambandið samanstendur af 28 Evrópskum ríkjum, heildarfjöldi íbúa Evrópusambands landanna  er um það bil 500 milljónir. Flest lönd innan Evrópusambandsins eru með sameiginlegan gjaldmiðil Evruna. Höfuðstöðvar Evrópusambandsins eru í Brüssel höfuðborg Belgíu.

 

 

1. Skylduverkefni

 

Búið til fréttaþátt, umræðu þátt þar sem þið vinnið saman 2-4. Í þessum um ræðuþætti eigið þið að tala um kosti og galla þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Einhver talar máli evrópusambandsins á meðan annar talar gegn því. Svona í anda kastljóssins.

 

2. Veldu annað

 

a)

Ísland er ekki í Evrópusambandindu eins og komið hefur fram. Ísland er hins vegar hluti af EFTA. Aflið ykkur upplýsinga á internetinu um hvaða þjóðir voru stofn aðilar EFTA, hvaða þjóðir eru aðilar af EFTAí dag, og hver er tilgangurinn samtakanna? Skilið í skrifuðum texta inn á Showbie.

 

b)

Ísland er eitt af norðurlöndunum, ásamt Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Grænlandi. Mikið samstarf er á milli Norðurlanda þjóðan og enda eru norðurlanda þjóðirnar eru jú fjarskyldir frændur okkar þar sem fyrstu landnámsmenn íslands komu einmitt frá hinum norðurlöndunum þó aðallega frá Noregi. Verkefnið er að búa til stutta sögu, má einnig vera myndasaga þar sem þið segið frá fólki sem er að nema land á íslandi. Sem sagt segið stuttlega frá ferðalagi þeirra til nýs lands.



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

QBYLB.

bottom of page