top of page

Tímaverkefni viku 1-4.

Tímaverkefni tími 1

 

1. Kelvin Lávarður vann að því að reikna út aldur jarðarinnar. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að jörðin væri 100 milljón ára gömul. Lýsið á nákvæman hátt hvernig Kelvin reiknaði út aldur jarðarinnar.?

 

2. Hversu gömul var jörðin samkvæmt kenningum Kelvins og hvernig stanguðust þessir útreikningar hans á kenningar biblíunar annars vegar og kenningar Darwins hinsvegar?

 

3. Í myndbandinu er talað um þróunarkenningu Darwins.  Leitaðu þér upplýsinga um Charles Darwin og skrifaðu stutta umsögn um hann.

 

 

Tímaverkefni myndband 2

 

1.             Tilraunir til að komast að aldri jarðarinnar héldu áfram fram á 20. öld hvaða uppgötvun hjálpaði mönnum að rannsaka aldur jarðarinnar, og hvernig afsannar sú uppgötvun hita kenningu Kelvins.

 

2.             Aldur grjóts er reiknað með því að mæla það með þessari nýju uppgötvun, en hvað veldur því að það sé ekki alltaf mjög nákvæm mæling? Útskýrið

 

3.             Samkvæmt þessum nýju mælingum hversu gömul er jörðin? Og hversu gamalt er Ísland?

 

 

Saga mannsandans tímaverkefni 3

 

1.             Hvað eru áar, og hvað átt þú marga slíka ?

 

2.             Hversu langt aftur í ættartréi þínu þarft þú að fara til þess að forfaðir þinn er ekki lengur af sömu tegund og þú, og af hvaða tegund er sá forfaðir þinn?

 

3.             Búðu til þitt eigið ættartré, hversu langt getur þú farið langt aftur? (hér er hægt að notast við íslendinga bók til aðstoðar)

 

 

 

Saga mannsandans tímaverkefni 4

 

1.    Hvernig getum við séð leifar/fornminjar sem eru margra milljóna ára gamlar? Og eru slíkir hlutir til á íslandi?

 

2.             Hver er munurinn á fornleifarfræðingum annarsvegar og sagnfræðingum hinsvegar.

 

3.             Hvað er átt við með að  ritaðar heimildir eru oft skrifaðar til þess að reyna að fá fólk til að líta ákveðna atburði ákveðnum augum. Nefnið dæmi..

bottom of page