top of page

3. Ferðalög

 

 

 

Mörg ykkar hafa farið til útlanda þó auðvitað ekki öll. Það elska flestir að ferðast, þá einkum og sér í lagi við Íslendingar. Ár eftir ár sleikja sólarþyrstir Íslendingar sólina á ströndum víðsvegar um Evrópu, talað var um að við Íslendingar ættum heimsmet í utanlandsferðum miðað við höfðatölu hérna fyrir hrun, og nýlega bárust af því fréttir að utanlandsferðir landans nálgast nú óðfluga fyrri hæðir. Margir spennandi ferðamanna staðir eru í Evrópu.

 


 

1. Skylduverkefni

 

Þú ert að fara í bakpokaferðalag um Evrópu með vini þínum eða vinkonu. Verkefni þitt er að skipuleggja það ferðalag og búa til stutta kynningu, má vera myndband, hakidu, pages, keynote powerpoint eða bara hvað sem þér finnst vera þægilegast, þar sem þú segir frá skipulagi ferðarinnar þar sem þú byrjar og endar á Keflavíkurflugvelli.

 

Veldu annað

 

a)      Búðu til ferðabækling eða auglýsingu fyrir borg eða land í Evrópu. Ef þú býrð til bækling passaðu upp á að allar myndir sem þú notar séu löglegar.

 

b)       Segðu stutta ferðasögu um ferðalag sem þú hefur farið innan Evrópu, á bilinu 150 til 200 orð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

QBYLB.

bottom of page