top of page
Vika 4

Tímaverkefni

 

Öndunarfærin

  • Hvert er hlutverk öndunarfæranna?

  • Hvert liggur leið loftsins?

  • Hvað heitir mikilvægasti vöðvinn við öndun og hvar er hann?

 

Æxlunarfærin

  • Til hvers notum við æxlunarfærin?

  • Hvað veldur því í fóstri eftir nokkrar vikur að kynfærin fari að taka á sig ólíka mynd í strákum og stelpum?

  • Hvaða kerfi líkamans sér um hormónaframleiðslu hans?

  • Hver stjórnar vaxtarhormónunum?

  • Hvaða tvö kvenhórmón myndast hjá stelpum í eggjastokkunum?

  • Hvaða hormón veldur því að stelpur mynda brjóst og mjaðmir?

  • Hvaða hormón hjá strákunum myndast í eistunum og hvað gerir það?

  • Hversu lengi geta menn búið til sáðfrumur og eignast börn eftir kynþroska?

  • Hvert er hlutverk blöðruhálskirtilsins?

  • Hvaða kynfæri stúlkna er sambærilegt eistum drengja?

  • Eru konur eins og karlar, frjóvar allt sitt líf? Af hverju ekki?

  • Eru allar konur fjóvar jafn lengi?

  • Hvað kallast ytri kynfæri stúlkunnar?

  • Hvað veldur blæðingum hjá stelpum?

 

Taugakerfið

  • Hvað gerir taugakerfið? Leið líkamans til að flytja skyn og taugaboð

  • Hvert er hlutverk úttaugakerfissins? Flytja boð til og frá heila og mænu til líkamans.

  • Hvað fer í gegnum taugafrumurnar?

  • Hverju stýrir sjálfráða taugakerfið og hver stjórnar því?

  • Hverju stýrir ósjálfráða taugakerfið?

  • Nefndu dæmi um þar sem sjálfráða taugakerfið er að störfum?

  • Nefndu dæmi um þar sem ósjálfráða taugakerfið er að störfum?

  • Af hverju samanstendur miðtaugakerfið? Heila og Mænu

  • Hvað gerist inni í þér þegar þú brennur þig? Mænan fær boð um það strax og sendir boð um að kippa líkamshlutanum til. Um leið fær heilinn vitneskju um atvikið. Þannig grípur mænan inní til að skaðinn verði sem minnstur. Ólærð viðbrögð

  • Hvað eru ólærð viðbrögð, ekki það sama og í vídjóinu? Nefndu dæmi

  • Hvað eru lærð viðbrögð, ekki það sama og kemur fram í vídjóinu.? Nefndu dæmi t.d. að læra að hjóla

  • Heilinn skipist í? Hægra og vinstra heilahvel, heilastofn og litla heila.

  • Hvernig er sambandi milli huga og heila háttað? Enginn veit fyrir víst.

  • Heilinn er stjórnstöð líkamans.

 

Skynfærin

  • Hver eru skilningarvitin fimm?

  • Af hverju eru fingurgómarnir svona næmir fyrir snertingu?

  • Af hverju hefur hundur betra lyktarskyn en þú?

  • Af hverju getur verið öðruvísi bragð af matnum ef maður er kvefaður?

  • Hvað er linsa augans?

  • Hvað kallast skynfrumur augans og hver er munurinn á þeim?

  • Hvað gerir ytra eyrað?

  • Hvað heita minnstu bein líkamans?

  • Er hægt að eyðaleggja í sér heyrnina og þá hvernig?

  • Er hlutverk eyranna eitthvað meira en að heyra?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tímaverkefni
bottom of page