top of page

Lokaverkefni 10.b.

 

Síðustu vikur hafið þið unnið í merkinu Endurnýjanlegir orkugjafar.

Þar hafið þið leyst fjölbreytt verkefni um orkugjafa á Íslandi. 

 

Í þessu lokaverkefni eigið þið að taka saman verkefnin ykkar og setja upp kynningu á

viðfangsefninu. Kynningin á að vera ca. 10 mínútna löng (allt í góðu þó hún verði aðeins

styttri eða aðeins lengri) og eigið þið að halda hana fyrir kennara 

og nokkra gesti sem kennari velur (krakkar úr 10. bekk). 

 

Þið eigið að hafa kynnst efninu það vel að þið getið sett myndir á skjáinn og lítinn texta.

Það er að segja, þið eigið að geta talað í kringum myndirnar. Að sjálfsögðu er í lagi að hafa 

handrit hjá sér og mjög mikilvægt að þið gerið það til að æfa ykkur en við flutninginn skulið þið

hafa það í huga að vera skýrmæl, að sýna að þið þekkið viðfangsefnið vel og að það sjáist að þið hafið 

lagt mikla vinnu í að undirbúa ykkur og gert ykkar besta.

 

Á næstu dögum fáið þið tímasetningu á flutningi á verkefninu ykkar og hvenær þið eigið að vera áhorfendur.

 

 

10. bekkur
bottom of page