top of page

Spjaldtölvur

Nemendur mega nota eigin tæki, hvort sem um er að ræða tölvur, síma eða spjaldtölvur – og nota í námi sínu – sé það með leyfi foreldra og á þeirra eigin ábyrgð.

Nemendur geta líka fengið spjaldtölvu frá skólanum.

Til að fá að nota tæki í skólanum þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

1. Búið ykkur til gmail-netfang. Notið endinguna -nemi (t.d. sigrunbnemi@gmail.com, annasnemi@gmail.com).

2. Búið ykkur til Apple ID og notið netfangið úr skrefi 1 við það. Skrifið auðkennið og lykilorð á blað sem þið fáið afhent hjá kennara.

3. Takið þessa nafnlausu könnun MEÐ foreldri/-um og ræðið saman.

4. Fáið afhentan samning hjá kennara og skilið undirrituðum.
 

5. Setjið upp spjaldtölvuna í þessum skrefum:

     a. tengist þráðlausu neti.

     b. opnið settings > iCloud og skráið ykkur þar inn með Apple ID-auðkenninu. Ekki skrá greiðslukort!

     c. farið í App Store og sækið eitthvað ókeypis forrit.

6. Nemendur sem það þurfa fá tæknilega aðstoð í skólanum. Þá er einnig hægt að hafa samband við kennara símleiðis eða í tölvupósti komi upp vandamál.

​Námskeið eru svo haldin fyrir nemendur og foreldra um rafrænt nám og tæknina.

bottom of page