top of page

Hæfni byggir á tveim grunnþáttum: þekkingu og leikni. Námsmati er ætlað að mæla með fjölbreyttum hætti báða þætti. Að auki skal horft til þess hvernig nemandinn eykur leikni sína og þekkingu, greinir og metur hana og miðlar henni til annarra.

 

Ný námskrá gerir nýjar kröfur til nemenda – og kennara. Til að mæta þeim kröfum hefur verið hafin markviss þróunarvinna við námsmat. Haustið 2015 er keyrt stórt tilraunaverkefni í 9. - 10. bekk í náttúrufræði og samfélagsfræði. Í öðrum greinum er blanda af hefðbundnu námsamti og nýju. Þegar hefðbundið námsmat er notað er miðað við að skilgreint sé fyrirfram til hvers er ætlast og hvernig það endurspeglast í bókstöfum.

 

Á vorönn 2016 verður reynsla af mati í náttúrufræði og samfélagsfræði metin og ákveðið hvort svipað mat verði tekið upp í öðrum greinum.

 

 

Lestu um námsmat í náttúrufræði og samfélagsfræði.

 

 

bottom of page