top of page

Vatn 1: „Yfir hafið og heim.“

 

Með 14 öldinni fylgdu breytingar á íslensku þjóðlífi. Fram að því var Ísland landbúnaðarsamfélag. Upp frá því fóru menn að sækja sjóinn – og fá gesti yfir sjóinn. Sambúð Íslendinga og erlendra sjó- og kaupmanna var á stundum stormasöm. 

 

Í þessum hluta skoðum við einkenni fiskveiðialdar og einokunarverslunina. Fjórir atburðir eru skoðaðir í kjölinn: Grindavíkurstríðið, Spánverjavígin, Tyrkjaránið og valdarán Jörundar hundadagakonungar.

 

Meðal þeirra spurninga sem við svörum eru:

 

Hvert er eina alvöru fjöldamorðið hér á landi?

 

Hvaða sjóræningjaforingi endaði í dýflissu hjá Mölturiddurunum suður í Miðjarðarhafi?

 

Hver var Jóhann Breiði og hvers vegna byggði hann sé virki í Grindavík?

 

Hvernig fána ákvað Jörundur hundadagakonungur að sjálfstætt Ísland skyldi eiga.

 

Hvers vegna giftust fáar íslenskar konur?

 

Og fleira og fleira.

bottom of page